Brothætt velferð Árið 2016 var slæmt ár fyrir sem þá sem aðhyllast frjálslyndar hugmyndastefnur. Þetta var slæmt ár fyrir þá sem styðja frjáls og opin hagkerfi þar sem frelsi í viðskiptum er ráðandi og fólk getur valið sér sér búsetu óháð þjóðerni. Fastir pennar 27. desember 2016 07:00
Bernsku minnar jól Það er svo merkilegt með minningar. Í þeim man maður eiginlega alltaf bara það besta og versta. Í minningunni var annaðhvort snjór eða sól. Meira eða minna allan ársins hring. Fastir pennar 24. desember 2016 07:00
Basillauf í baunadós Nýbúar, einföld ljósmyndaröð Birgis Andréssonar myndlistarmanns, sem lést langt fyrir aldur fram rétt rúmlega fimmtugur fyrir bráðum áratug, er einlæg og falleg lýsing á sýn listamannsins á útlent fólk sem sest að á Íslandi. Fastir pennar 24. desember 2016 07:00
Geðveik jólagjöf Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Bakþankar 23. desember 2016 07:00
Það hentar heimsmynd minni betur ef þið haldið ykkur í Afríku Þegar ég var lítill og vildi ekki klára matinn af diskinum mínum var mér sagt að ég ætti að gera það fyrir börnin í Afríku. Ég sé þessi börn enn þá fyrir mér, með mjóa útlimi, innfellda brjóstkassa og útþembda maga. Börnin í Afríku höfðu stór og stirðnuð augu sem fönguð voru af linsu myndavélanna. Fastir pennar 23. desember 2016 07:00
Þingmenn sýna þroska Fyrir áhugafólk um stjórnmál hefur verið áhugavert að fylgjast með störfum þingsins frá því að það kom saman að loknum kosningum. Fastir pennar 23. desember 2016 07:00
Þagnarskylda eða yfirhylming? Í 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 segir: "1. Lögreglumönnum og öðru starfsliði lögreglu ber þagnarskylda um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Fastir pennar 22. desember 2016 07:00
Gleðileg tuðarajól Sælla er að gefa en þiggja var einhvern tíma sagt. Undir þeim formerkjum hefði maður haldið að gaman væri að fara og kaupa eitthvað fallegt sem þú gefur svo öðrum og bíður spenntur eftir brosinu á andliti viðkomandi. Það virðist þó ekki vera alveg satt ef marka má stemninguna á jólagjafarúnti Íslendinga. Bakþankar 22. desember 2016 07:00
Æðri máttur Steve Jobs, einn mesti frumkvöðull sinnar kynslóðar, segir í ævisögu sinni sem Walter Isaacson skrásetti að ólík trúarbrögð séu í grunninn margar dyr að sama húsi. Stundum taldi hann húsið vera þarna. Aðra daga efaðist hann um tilvist þess. Í því væri hin stóra ráðgáta fólgin, skorti á vitneskjunni. Fastir pennar 22. desember 2016 07:00
Höfum við ekki séð þetta áður? Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Skoðun 21. desember 2016 09:00
Tíminn og jólin Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans. Bakþankar 21. desember 2016 07:00
Sprotar spretta af menntun Horft til lengri tíma mun það ráða úrslitum um hvernig okkur vegnar í efnahagslegu tilliti hvernig til tekst að byggja upp ný fyrirtæki byggð á þekkingu og hugviti. Í Markaðnum í dag er viðtal við þrjá stjórnendur Nýsköpunarsjóðs sem nú róa á ný mið með stofnun fjárfestingasjóðs sem hyggst fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Fastir pennar 21. desember 2016 00:00
52 dagar Í dag eru 52 dagar frá alþingiskosningum og það er án nokkurs vafa stjórnarkreppa í landinu. Hins vegar geta falist tækifæri í stöðunni og það er hughreystandi fyrir kjósendur að flokkarnir hafi ekki sveigt frá grunnstefnu sinni í þeim tilgangi að komast í ríkisstjórn. Fastir pennar 20. desember 2016 09:00
Leiðbeiningar með hamingjuhjóli Eflaust er það rétt hjá Megasi að ókeypis er allt það sem er best en síðan þarf að greiða dýru verði það sem er verst. En það sem þessi rándýri hryllingur hefur fram yfir okkar ókeypis djásn er að með honum koma ítarlegar leiðbeiningar. Bakþankar 20. desember 2016 07:00
Frammi á gangi Fyrir aðeins örfáum vikum virtist ekki íslensk sála efast um að eitt brýnasta verk stjórnvalda væri að endurreisa heilbrigðiskerfið. Endurreisa er einmitt orðið sem hvað flestir notuðu, vegna þess að kerfið var einu sinni mun betra. Fastir pennar 19. desember 2016 07:00
Ógeðslega mikilvægt Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Bakþankar 19. desember 2016 00:00
Stjórnleysingjar Það er svo langt síðan við kusum að maður man varla hvenær það var – maður man varla hvað maður kaus. Og hafi verið einhver stemmning í kjölfar kosninganna hefur flokkunum fimm sem lengst af stóðu í viðræðum tekist að kæfa hana niður með mikilli eindrægni í því að ná ekki saman. Fastir pennar 19. desember 2016 00:00
Snúin staða Áhugavert verður að sjá hvort þingmönnum tekst að samþykkja fjárlagafrumvarpið áður en hátíðirnar ganga í garð. Við þær aðstæður sem nú ríkja í pólitíkinni er vinnan við frumvarpið ágætur prófsteinn á samtakamátt þingmanna og viljann til að gera málamiðlanir. Fastir pennar 17. desember 2016 07:00
Opið bréf til fávita Kæri fáviti. Til hamingju. Þú ert kominn í tísku. Árið 2016 var árið þitt. Árið 2016 var ár flónskunnar, árið sem vanþekkingin varð kúl, árið sem and-vitsmunahyggjan hafði sérfræðingana undir, árið sem skoðanir urðu jafnréttháar staðreyndum, árið sem tilfinningin trompaði allt. Fastir pennar 17. desember 2016 07:00
Blessuð sauðkindin Sauðkindin er hluti af íslenskri menningu og þjóðarsál. Íslendingar hafa lengi reynt að fá útlendinga til að skynja mikilfengleika skepnunnar. Bakþankar 17. desember 2016 07:00
Klappstýrur "uppgjörsins“ Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endað í blóðbaði. Fastir pennar 16. desember 2016 07:00
Óábyrgt tal Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi dregið mikilvægan lærdóm af síðasta góðæri og hagkerfið er miklu betur í stakk búið að mæta áföllum nú en þá. Það er hins vegar áhyggjuefni að sumir stjórnmálamenn tali um að auka ríkisútgjöld þegar ríkissjóður ætti að vera á bremsunni og búa í haginn. Fastir pennar 16. desember 2016 07:00
Jól eftir þessi jól? Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir. Bakþankar 16. desember 2016 07:00
Ljós heimsins Ég verð að játa að ég er, og hef alltaf verið, mikið jólabarn. Mér finnst fátt gleðilegra en að fá frí frá daglegri vinnu og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Borða góðan mat með vinum og ættingjum. Bakþankar 15. desember 2016 07:00
Segulbandasögur Litlu munaði að Richard Nixon Bandaríkjaforseta tækist að bíta þá af sér sem höfðu grun um aðild manna hans að innbrotinu í skrifstofur Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington, D.C., 17. júní 1972. Fastir pennar 15. desember 2016 07:00
Ógn við lýðræðið Reynslan hefur kennt okkur að lýðræði er besta stjórnarfyrirkomulagið sem við höfum í samfélaginu. Lýðræðið virkar hins vegar ekki sem skyldi ef borgararnir geta ekki tileinkað sér upplýsingar úr umhverfi sínu, túlkað þær og tekið ákvarðanir á grundvelli þeirra. Fastir pennar 15. desember 2016 07:00
Egyptar fleyta pundinu Egyptar tóku djarfa en rétta ákvörðun í síðasta mánuði með því að taka upp fljótandi gengi pundsins. Skoðun 14. desember 2016 09:00
Hvísl andans Mér þykir óendanlega vænt um jólaguðspjallið því það á svo marga snertifleti við veruleikann. Þar tekur ungt par fagnandi á móti nýfæddu barni þótt þau séu á hrakhólum vegna skilningsleysis yfirvalda og samferðafólks. Bakþankar 14. desember 2016 07:00
Fjárhagsleg skyndikynni Farsæld í fjármálum er ekki háð tekjum í þeim mæli sem margir halda. Mýmörg dæmi má finna um það hvernig fólki með svipaðar tekjur verður mismikið úr ævistarfinu. Fastir pennar 14. desember 2016 07:00
Jólaprófatöfrar Nú á ég menntaskólastúlku sem les fyrir próf og dæsir. Vafrar um, opnar og lokar eldhússkápum og dæsir hærra. Horfir á okkur hin jólastússast brostnum augum og fer aftur inn í herbergi að læra. Bakþankar 13. desember 2016 07:00
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun