Bernsku minnar jól Logi Bergmann skrifar 24. desember 2016 07:00 Það er svo merkilegt með minningar. Í þeim man maður eiginlega alltaf bara það besta og versta. Í minningunni var annaðhvort snjór eða sól. Meira eða minna allan ársins hring. Jólin voru einmitt þannig. Það var alltaf allt á kafi í snjó. Jólagjafirnar voru rosalega spennandi og komu á óvart. Og það tók tvo og hálfan tíma að vaska upp eftir matinn, áður en farið var að opna pakkana. Það var og er, án efa, lengsti tími í heimi. Ég held reyndar að mín fjölskylda hafi verið með þeim síðustu að taka upp á því að setja möndlu í jólagrautinn. Það gekk reyndar frekar illa fyrstu skiptin, þar sem mandlan fannst ekki. Kom í ljós að einn af okkur bræðrunum hafði bara étið hana án þess að taka eftir því. Tvisvar. Svo kom að því að opna pakkana. Í minningunni var þetta alltaf eins. Næst yngsti bróðir las á pakkana og sá til þess að allt færi fram eftir ákveðinni reglu. Allir fylgdust með og biðu eftir að hver opnaði sinn pakka og þakkaði fyrir sig. Amma sat í stólnum sínum og reyndi að sjá til þess að við opnuðum pakkana rólega, svo hægt væri að nota pappírinn aftur um næstu jól. Ef hún hefði fengið að ráða væri ég sennilega enn að nota pappírinn af bob-borðinu sem ég fékk þegar ég var ellefu ára. Svo var það alltaf það sama með gjöfina frá elsta bróður mínum. Ég var varla búinn að losa límbandið af þegar hann var búinn að biðja um að fá hana lánaða. Og svo þusuðum við bræðurnir reglulega yfir því að yngsti bróðirinn fengi mest. Svo sofnaði maður með bók í fanginu, útbelgdur af konfekti og smákökum. Nákvæmlega eins og jól eiga að vera.Eldri manna jól Svo verður maður gamall. Eða þannig. Eldri. Og þá breytist allt. Það er bara rigning og rok og pökkunum fækkar og allir eru að farast úr stressi. Gjafirnar verða fyrirsjáanlegri og færri og praktískari. Ég samþykkti meira að segja að við hjónin myndum bara gefa hvort öðru mottu í stofuna. Ég brjálast ef það er það eina sem ég fæ frá henni. Ég ætla að gefa henni eitthvað meira og sjá hana kveljast úr samviskubiti öll jólin. Ég viðurkenni að það er sennilega ekki í anda jólanna en ég get ekkert að því gert. Ég vil fá aftur bernsku minnar jól. Ég sakna í alvöru þess að geta varla sofnað fyrir spenningi og telja niður dagana til jóla. Vera algjörlega nákvæmlega sama á hvaða vikudegi þau lenda og hafa ekki hugmynd um hvað vinnuveitendajól eru. Bíða eftir jólasveininum og geta liðið um húsið áhyggjulaus og þurfa ekki að stressa mig á hlutum eins og þvotti, innkaupum og matargerð. (Eða að það sé allt til í matinn, kannski frekar. Ég fæ sko varla að koma inn í eldhúsið um jólin.)Sælla að gefa en blablabla Ég man hvað ég var spenntur að sjá hvað mamma og pabbi hefðu að segja um gjafirnar frá mér. Það var alltaf mikilvægast. Og það, að það sé sælla að gefa en þiggja, verður raunverulegra með aldrinum. Einhver gæti sagt að það væri þroskamerki. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að gjafirnar verða fyrirsjáanlegri. Það verður pínu óspennandi að opna pakka sem maður hefur keypt sjálfur (eða ætlar að kaupa eftir jól, af því að það komst ekki í verk fyrir hátíðarnar). Þá er skemmtilegra að fylgjast með börnunum sínum opna pakka, alveg að springa úr spenningi. Það er sennilega það sem ég hef lært og sætt mig við. Ég á ekki eftir að upplifa það aftur að missa mig af gleði yfir nýjum fótbolta en ég næ gleðinni með öðrum hætti. Ég fæ að sjá börnin upplifa jólin og nærist á spennu þeirra. Og trúið mér, það er nóg af henni. Svo mikið að ég er aðeins farinn að átta mig á mömmu á aðfangadagskvöldum bernsku minnar. Þegar engu líkara var en að jólapappírssprengja hefði fallið á stofuna og við bræður vorum í skrýtinni blöndu af sykurvímu og spennufalli: Þá stundi hún undantekningarlaust: „Æ, það er ágætt að þetta skuli vera búið!“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Það er svo merkilegt með minningar. Í þeim man maður eiginlega alltaf bara það besta og versta. Í minningunni var annaðhvort snjór eða sól. Meira eða minna allan ársins hring. Jólin voru einmitt þannig. Það var alltaf allt á kafi í snjó. Jólagjafirnar voru rosalega spennandi og komu á óvart. Og það tók tvo og hálfan tíma að vaska upp eftir matinn, áður en farið var að opna pakkana. Það var og er, án efa, lengsti tími í heimi. Ég held reyndar að mín fjölskylda hafi verið með þeim síðustu að taka upp á því að setja möndlu í jólagrautinn. Það gekk reyndar frekar illa fyrstu skiptin, þar sem mandlan fannst ekki. Kom í ljós að einn af okkur bræðrunum hafði bara étið hana án þess að taka eftir því. Tvisvar. Svo kom að því að opna pakkana. Í minningunni var þetta alltaf eins. Næst yngsti bróðir las á pakkana og sá til þess að allt færi fram eftir ákveðinni reglu. Allir fylgdust með og biðu eftir að hver opnaði sinn pakka og þakkaði fyrir sig. Amma sat í stólnum sínum og reyndi að sjá til þess að við opnuðum pakkana rólega, svo hægt væri að nota pappírinn aftur um næstu jól. Ef hún hefði fengið að ráða væri ég sennilega enn að nota pappírinn af bob-borðinu sem ég fékk þegar ég var ellefu ára. Svo var það alltaf það sama með gjöfina frá elsta bróður mínum. Ég var varla búinn að losa límbandið af þegar hann var búinn að biðja um að fá hana lánaða. Og svo þusuðum við bræðurnir reglulega yfir því að yngsti bróðirinn fengi mest. Svo sofnaði maður með bók í fanginu, útbelgdur af konfekti og smákökum. Nákvæmlega eins og jól eiga að vera.Eldri manna jól Svo verður maður gamall. Eða þannig. Eldri. Og þá breytist allt. Það er bara rigning og rok og pökkunum fækkar og allir eru að farast úr stressi. Gjafirnar verða fyrirsjáanlegri og færri og praktískari. Ég samþykkti meira að segja að við hjónin myndum bara gefa hvort öðru mottu í stofuna. Ég brjálast ef það er það eina sem ég fæ frá henni. Ég ætla að gefa henni eitthvað meira og sjá hana kveljast úr samviskubiti öll jólin. Ég viðurkenni að það er sennilega ekki í anda jólanna en ég get ekkert að því gert. Ég vil fá aftur bernsku minnar jól. Ég sakna í alvöru þess að geta varla sofnað fyrir spenningi og telja niður dagana til jóla. Vera algjörlega nákvæmlega sama á hvaða vikudegi þau lenda og hafa ekki hugmynd um hvað vinnuveitendajól eru. Bíða eftir jólasveininum og geta liðið um húsið áhyggjulaus og þurfa ekki að stressa mig á hlutum eins og þvotti, innkaupum og matargerð. (Eða að það sé allt til í matinn, kannski frekar. Ég fæ sko varla að koma inn í eldhúsið um jólin.)Sælla að gefa en blablabla Ég man hvað ég var spenntur að sjá hvað mamma og pabbi hefðu að segja um gjafirnar frá mér. Það var alltaf mikilvægast. Og það, að það sé sælla að gefa en þiggja, verður raunverulegra með aldrinum. Einhver gæti sagt að það væri þroskamerki. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að gjafirnar verða fyrirsjáanlegri. Það verður pínu óspennandi að opna pakka sem maður hefur keypt sjálfur (eða ætlar að kaupa eftir jól, af því að það komst ekki í verk fyrir hátíðarnar). Þá er skemmtilegra að fylgjast með börnunum sínum opna pakka, alveg að springa úr spenningi. Það er sennilega það sem ég hef lært og sætt mig við. Ég á ekki eftir að upplifa það aftur að missa mig af gleði yfir nýjum fótbolta en ég næ gleðinni með öðrum hætti. Ég fæ að sjá börnin upplifa jólin og nærist á spennu þeirra. Og trúið mér, það er nóg af henni. Svo mikið að ég er aðeins farinn að átta mig á mömmu á aðfangadagskvöldum bernsku minnar. Þegar engu líkara var en að jólapappírssprengja hefði fallið á stofuna og við bræður vorum í skrýtinni blöndu af sykurvímu og spennufalli: Þá stundi hún undantekningarlaust: „Æ, það er ágætt að þetta skuli vera búið!“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun