Höfum við ekki séð þetta áður? Lars Christensen skrifar 21. desember 2016 09:00 Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf?
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun