Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    „Fullt af mis­tökum“

    Fjölmörg mistök voru gerð á nýlokinni leiktíð hjá Burnley að mati Jóhanns Berg Guðmundssonar sem féll með liðinu á dögunum. Segja má að menningarbylting hafi átti sér stað hjá félaginu síðustu misseri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Roon­ey tekur við B-deildar­liði Plymouth

    Wayne Rooney er snúinn aftur í þjálfun. Hann var í gær ráðinn þjálfari B-deildarliðs Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sér í deildinni á nýafstaðinni leiktíð á kostnað Birmingham City, sem er síðasta liðið sem Rooney þjálfaði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrstu táningarnir síðan Ron­aldo árið 2004

    Táningarnir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo voru á skotskónum þegar Manchester United lagði nágranna sína í Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Þeir eru fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik keppninnar síðan Cristiano Ronaldo gerði það árið 2004.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bikar­meistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“

    „Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lopetegui tekur við West Ham

    Julen Lopetegui hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Hann tekur við af David Moyes sem lét af störfum á dögunum. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    De Bru­yne orðaður við nýtt fé­lag í MLS

    Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rashford líka skilinn eftir heima

    Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.

    Enski boltinn