Enski boltinn

Fer­tugur Fabianski beðinn um að mæta aftur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fabianski er óvænt mættur aftur til West Ham.
Fabianski er óvænt mættur aftur til West Ham. West Ham United FC/West Ham United FC via Getty Images

West Ham lét hinn fertuga Lukasz Fabianski fara í sumar þegar samningur hans rann út eftir sjö ár hjá félaginu, en hefur nú í neyð kallað á krafta markmannsins aftur.

West Ham þurfti nauðsynlega á þriðja markmanni að halda eftir að Wes Foderingham fór óvænt frá félaginu í gær til kýpverska liðsins Aris Limassol.

Þá var hringt í hinn þrautreynda Fabianski, sem hafði ekki fundið sér nýtt félag. Pólverjinn var valinn „Hamar ársins (leikmaður ársins)“ hjá West Ham árið 2019 og nýtur vinsælda hjá stuðningsmönnum eftir að hafa spilað alls 216 leiki fyrir félagið.

Fabianski er líklega hugsaður sem þriðji markmaður á eftir Mads Hermansen og Alphonse Areola, en hvorugur þeirra hefur heillað í upphafi tímabils.

Hermansen byrjaði tímabilið milli stanganna en fékk á sig átta mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Sunderland og Chelsea.

Areola var þá settur í byrjunarliðið. Hann heillaði lítið í 3-2 bikartapi gegn Wolves en stóð sig betur í síðasta leik, 3-0 útisigri gegn Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×