Fótbolti

Onana sam­þykkir skiptin til Tyrk­lands

Siggeir Ævarsson skrifar
André Onana tekur vaselínið örugglega með til Tyrklands
André Onana tekur vaselínið örugglega með til Tyrklands Vísir/Getty

André Onana, markvörður Manchester United, er búinn að samþykkja að ganga til liðs við Trabzonspor í Tyrkalandi á láni út tímabilið.

Skiptin hafa legið í loftinu síðustu sólarhringa en Vísir greindi frá því í gær að félögin hefðu komist að samkomulagi. Ákvörðunin lá því hjá Onana sem nú hefur komist að samkomulagi við tyrkneska félagið og ætti að vera klár í slaginn þann 14. september fyrir stórleik Trabzonspor og Fenerbahce. 

Athygli vekur að engin ákvæði eru í lánssamningnum um möguleg kaup eða greiðslu til United fyrir lánið, en gera má ráð fyrir að Trabzonspor greiði í það minnsta laun Onana, sem eru 120.000 pund á viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×