Postecoglou að taka við Forest Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2025 08:46 Ange Postecoglou vann Evrópudeildina með Spurs en var rekinn skömmu síðar. Nú mun hann stýra Nottingham Forest í sömu keppni í vetur. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ástralinn Ange Postecoglou verður nýr stjóri Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni eftir uppsögn Nuno Espirito Santo. Þessu greina breskir miðlar frá í morgun. Forest tilkynnti um uppsögn Nuno í morgun en andað hefur köldu milli hans og Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, síðustu vikur. Nuno átti sérlega slæmt samband við Brasilíumanninn Edu, sem Marinakis réði sem yfirmann knattspyrnumála í sumar. Nuno hafði tjáð sig opinberlega um stöðuna, þar sem hann kvartaði yfir stöðunni á leikmannamarkaðnum í sumar, að Marinakis hefði breyst og að þeir væru ekki eins nánir og áður. Postecoglou mun taka við liðinu og búist við tilkynningu frá Nottingham Forest þess efnis á næsta sólarhringnum samkvæmt The Athletic. Hann taki með sér stóran hluta starfsteymis síns sem starfaði með Ástralanum hjá Tottenham Hotspur. Uppfært 11.00: Postecoglou er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest. Ange Postecoglou has arrived at Nottingham Forest's training ground after agreeing a deal to become the new head coach 🌳 pic.twitter.com/ltLaa7NemX— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2025 Postecoglou er sextugur og stýrði Tottenham til Evrópudeildartitils í júní, fyrsta stóra titils félagsins í 17 ár, en var rekinn frá félaginu síðar í sama mánuði. Tottenham gekk illa í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 17. sæti. Brentford hafði samband við Postecoglou eftir að Thomas Frank yfirgaf félagið til að taka við starfi Ange hjá Tottenham og sömuleiðis átti hann viðtal hjá Al Ahli í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann taki við hjá Forest. Postecoglou er af grískum ættum og þjálfaði Panachaiki í Grikklandi um tíma. Marinakis, eigandi Forest, er sjálfur grískur og sagður hrifinn af því að ráða inn hálfgrískan mann í starfið. Nottingham Forest lenti í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni í vetur, eftir að Crystal Palace var sent niður úr þeirri keppni í Sambandsdeildina. Það er í fyrsta skipti í 30 ár sem Skíriskógarar taka þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira
Forest tilkynnti um uppsögn Nuno í morgun en andað hefur köldu milli hans og Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, síðustu vikur. Nuno átti sérlega slæmt samband við Brasilíumanninn Edu, sem Marinakis réði sem yfirmann knattspyrnumála í sumar. Nuno hafði tjáð sig opinberlega um stöðuna, þar sem hann kvartaði yfir stöðunni á leikmannamarkaðnum í sumar, að Marinakis hefði breyst og að þeir væru ekki eins nánir og áður. Postecoglou mun taka við liðinu og búist við tilkynningu frá Nottingham Forest þess efnis á næsta sólarhringnum samkvæmt The Athletic. Hann taki með sér stóran hluta starfsteymis síns sem starfaði með Ástralanum hjá Tottenham Hotspur. Uppfært 11.00: Postecoglou er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest. Ange Postecoglou has arrived at Nottingham Forest's training ground after agreeing a deal to become the new head coach 🌳 pic.twitter.com/ltLaa7NemX— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2025 Postecoglou er sextugur og stýrði Tottenham til Evrópudeildartitils í júní, fyrsta stóra titils félagsins í 17 ár, en var rekinn frá félaginu síðar í sama mánuði. Tottenham gekk illa í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 17. sæti. Brentford hafði samband við Postecoglou eftir að Thomas Frank yfirgaf félagið til að taka við starfi Ange hjá Tottenham og sömuleiðis átti hann viðtal hjá Al Ahli í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann taki við hjá Forest. Postecoglou er af grískum ættum og þjálfaði Panachaiki í Grikklandi um tíma. Marinakis, eigandi Forest, er sjálfur grískur og sagður hrifinn af því að ráða inn hálfgrískan mann í starfið. Nottingham Forest lenti í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni í vetur, eftir að Crystal Palace var sent niður úr þeirri keppni í Sambandsdeildina. Það er í fyrsta skipti í 30 ár sem Skíriskógarar taka þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira