„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. Innlent 23. janúar 2024 12:27
„Það er bara allt farið“ Hilmar Gunnarsson hefur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum búið í Grindavík síðustu tíu árin. Ekki fæddur og uppalinn þar frekar en konan en búið sér þar til líf. Sindri Sindrason ræddi við Hilmar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Lífið 23. janúar 2024 11:30
Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 23. janúar 2024 07:45
Hver dagur eins og vika fyrir Grindvíkinga og því þurfi að vinna hratt Ríkisstjórnin hyggst koma Grindvíkingum í skjól með aðgerðum sem voru kynntar í dag en nánari útfærsla liggur þó ekki fyrir. Grindvíkingur segir mikilvægt að íbúar fái val um hvort þeir fari heim til Grindavíkur eða ekki. Íbúar séu vongóðir en lifi enn í óvissu og því þurfi ríkisstjórnin að vinna hratt og örugglega. Innlent 22. janúar 2024 23:42
Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. Innlent 22. janúar 2024 22:35
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. Innlent 22. janúar 2024 18:44
Mikilvægt að íbúar eigi áfram eignir í Grindavík Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að bæjaryfirvöldum hugnist aðgerðir ríkisstjórnarinnar vel. Mikilvægt sé að íbúar haldi eignatengslum við Grindavík og geti snúið til baka. Innlent 22. janúar 2024 15:58
Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. Innlent 22. janúar 2024 15:02
Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. Innlent 22. janúar 2024 14:47
Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. Innlent 22. janúar 2024 13:41
Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. Innlent 22. janúar 2024 13:28
Í beinni: Kynna undirbúning aðgerða vegna Grindavíkur Forsætisráðherra, innviðaráðherra og fjármála-og efnahagsráðherra hafa boðað til blaðamannafundar um stöðu vinnu við undirbúning aðgerða fyrir íbúa Grindavíkur. Innlent 22. janúar 2024 13:03
Stjórn og stjórnarandstaða samhuga vegna Grindavíkur Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á Alþingi eru samhuga um það að þær aðgerðir sem gripið verður til fyrir Grindvíkinga verði þverpólitískt verkefni. Innlent 22. janúar 2024 12:53
Þrjú grundvallaratriði um stuðning við Grindvíkinga Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Skoðun 22. janúar 2024 12:16
Boða til blaðamannafundar vegna Grindavíkur Forsætisráðherra, innviðaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa boðað til blaðamannafundar um stöðu vinnu við undirbúning aðgerða fyrir íbúa Grindavíkur. Innlent 22. janúar 2024 11:45
Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Skoðun 22. janúar 2024 11:30
Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Innlent 22. janúar 2024 11:17
Bláa lónið vel sótt um helgina Bláa lónið var vel sótt um helgina að sögn framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Lónið var opnað að nýju á laugardag eftir að hafa verið lokað í flýti sunnudaginn helgina áður þegar gaus í Grindavík. Viðskipti innlent 22. janúar 2024 10:22
Staða á húshitun í Grindavík í kortavefsjá Hægt er að sjá stöðu húshitunar húsa í Grindavík í kortavefsjá. Frá þessu var greint í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær. Þar segir þó að taka þurfi upplýsingunum í kortavefsjánni með fyrirvara því staðan geti breyst með litlum eða engum fyrirvara. Innlent 22. janúar 2024 06:53
Áföll í Grindavík Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð. Skoðun 21. janúar 2024 23:50
Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag. Innlent 21. janúar 2024 21:49
Grípum alla Grindvíkinga Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Skoðun 21. janúar 2024 20:00
Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Innlent 21. janúar 2024 18:59
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Innlent 21. janúar 2024 13:27
Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Innlent 21. janúar 2024 13:04
„Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. Innlent 21. janúar 2024 13:00
Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. Innlent 21. janúar 2024 10:10
Ekkert lát á landrisi við Svartsengi Land við Svartsengi er komið talsvert hærra en áður hefur mælst á svæðinu. Nú þegar slétt vika er liðin frá hinu skammvinna eldgosi við Grindavík er ekkert lát á landrisinu. Búast má við nýju kvikuinnskoti og mögulegu eldgosi eftir nokkrar vikur. Innlent 21. janúar 2024 09:48
Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. Innlent 20. janúar 2024 21:51
„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. Innlent 20. janúar 2024 21:01