Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:27 Lilja Alfreðsdóttir segir það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ „Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
„Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira