„Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:00 Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem staða fyrirtækja var rædd nú þegar óvissa ríkir um framhald byggðar í Grindavík. „Við Grindvíkingar erum eiginlega hættir að spyrja hvern annan hvernig við höfum það, það er ekki hægt að lýsa því, segir Pétur. „En menn eru svona aðeins að átta sig á stöðunni og um leið og það gerist þá ná menn vopnum sínum. Ég sagði einhverntímann að hörðustu naglar gráta alltaf þegar þeir hittast, maður er svona rétt kominn út úr þeim fasa að geta talað við fólk án þess að tárin falli niður kinnarnar.“ Þetta er þyngra en tárum taki. Sáu fram á vikutöf Þrátt fyrir að eðlilega sé aðal áhersla á íbúa í bænum og hagi þess, þurfi einnig að huga að fyrirtækjunum. „Við sögðum strax í upphafi, það var kannski af hroka, að á meðan við sökkvum ekki í sæ, lendum ekki undir hrauni og býr í bænum þá munum við vera áfram. Ekkert af þessu er í hendi, sem lýsir kannski stöðunni,“ segir Pétur. Sem dæmi um sveiflurnar í rekstrinum undanfarið, nefnir Pétur dæmi um föstudaginn 12. janúar, fyrir rúmri viku. Starfsemi var að hefjast á ný og verið var að undirbúa komu starfsfólks í frystihúsið. „Ég er varla kominn heim þegar ég er boðaður á fund á laugardegi, þar sem var búið að skipuleggja brottflutning allra úr Grindavík í þrjár vikur. En við vorum nokkuð ánægðir með þá ráðstöfun, það hefði gert það að verkum að það hefði verið farið nokkuð skipulega yfir bæinn, fyrst þar sem atvinnulífið var og minnstu skemmdirnar eru. Við sáum fram á að þetta yrði vikutöf og við gætum svo komið fyrirtækinu á þann kraft sem þarf að vera.“ Nú svo vöknum við á sunnudegi og það byrjar að gjósa. Það þekkja allir söguna eftir það, og menn eru í hálfgerðu sjokki fram eftir vikunni. Algjör umbreyting á viðhorfi gagnvart veru í Grindavík Pétur segir slysin tvö, annarsvegar banaslys á Grindavíkurvegi þar sem hjón létust, og vinnuslys þar sem maður féll í sprungu í bænum, auk eldgossins, hafi haft gífurleg áhrif á íbúa bæjarins. „Það verður bara algjör umbreyting á öllu viðhorfi gagnvart veru í Grindavík, og menn hafa áttað sig á því síðustu daga að þetta er alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér.“ Leit var hætt að manni sem féll í sprungu í Grindavík eftir að björgunaraðgerðir voru metnar of hættulegar. Slysið hafði mikil áhrif á íbúa Grindavíkur.Vísir Síðustu daga hafi fyrirtækjaeigendur sett sig í stellingar og teiknað upp viðbrögð til lengri og skemmri tíma. „Hingað til hefur það verið hægt frá degi til dags að skjótast inn, gera það sem hægt er að gera, bjarga hingað og þangað. En nú þurfa menn að fara setjast yfir hvað ætlum við að gera næstu mánuði á meðan einhver vafi er. Og ef illa fer, hvað geri ég þá, hvar ætlum við að setja okkur niður ef Grindavík er út úr myndinni?“ Þetta er orðin staðan, það er orðinn möguleiki. Menn þurfa þá að meta það, hvers virði það sé að reyna að halda einhverju smá lífi í bænum, einhverju smá ljósi. Á meðan beðið sé eftir skýrari svörum sé aðeins hægt að gera skammtímaáætlanir. „Jarðfræðingar segja að þetta sé biðtími frá einu til tíu ára. Við bíðum ekkert í tíu ár. En þessi stund er komin upp að fyrirtækin þurfi að fara segja fólkinu sínu hvað það er að hugsa. Rétt eins og ríkisstjórn og ríkissjóður þurfa að fara segja fólki hvernig það ætli að bjarga því.“ Ef fyrirtækið eigi að koma sér fyrir annarsstaðar sé það kostnaðarsamt og krefjist mikils undirbúnings. „Það er fullur vilji, en menn þurfa að að stilla sig saman, stéttarfélög, ríki, stéttarfélög, fyrirtæki, hvað ætlum við að gera? Hvert er milliplanið okkar og hvert er langtímaplanið?“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Pétur meðal annars hugmyndir um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19. janúar 2024 13:55 Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. 19. janúar 2024 16:20 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem staða fyrirtækja var rædd nú þegar óvissa ríkir um framhald byggðar í Grindavík. „Við Grindvíkingar erum eiginlega hættir að spyrja hvern annan hvernig við höfum það, það er ekki hægt að lýsa því, segir Pétur. „En menn eru svona aðeins að átta sig á stöðunni og um leið og það gerist þá ná menn vopnum sínum. Ég sagði einhverntímann að hörðustu naglar gráta alltaf þegar þeir hittast, maður er svona rétt kominn út úr þeim fasa að geta talað við fólk án þess að tárin falli niður kinnarnar.“ Þetta er þyngra en tárum taki. Sáu fram á vikutöf Þrátt fyrir að eðlilega sé aðal áhersla á íbúa í bænum og hagi þess, þurfi einnig að huga að fyrirtækjunum. „Við sögðum strax í upphafi, það var kannski af hroka, að á meðan við sökkvum ekki í sæ, lendum ekki undir hrauni og býr í bænum þá munum við vera áfram. Ekkert af þessu er í hendi, sem lýsir kannski stöðunni,“ segir Pétur. Sem dæmi um sveiflurnar í rekstrinum undanfarið, nefnir Pétur dæmi um föstudaginn 12. janúar, fyrir rúmri viku. Starfsemi var að hefjast á ný og verið var að undirbúa komu starfsfólks í frystihúsið. „Ég er varla kominn heim þegar ég er boðaður á fund á laugardegi, þar sem var búið að skipuleggja brottflutning allra úr Grindavík í þrjár vikur. En við vorum nokkuð ánægðir með þá ráðstöfun, það hefði gert það að verkum að það hefði verið farið nokkuð skipulega yfir bæinn, fyrst þar sem atvinnulífið var og minnstu skemmdirnar eru. Við sáum fram á að þetta yrði vikutöf og við gætum svo komið fyrirtækinu á þann kraft sem þarf að vera.“ Nú svo vöknum við á sunnudegi og það byrjar að gjósa. Það þekkja allir söguna eftir það, og menn eru í hálfgerðu sjokki fram eftir vikunni. Algjör umbreyting á viðhorfi gagnvart veru í Grindavík Pétur segir slysin tvö, annarsvegar banaslys á Grindavíkurvegi þar sem hjón létust, og vinnuslys þar sem maður féll í sprungu í bænum, auk eldgossins, hafi haft gífurleg áhrif á íbúa bæjarins. „Það verður bara algjör umbreyting á öllu viðhorfi gagnvart veru í Grindavík, og menn hafa áttað sig á því síðustu daga að þetta er alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér.“ Leit var hætt að manni sem féll í sprungu í Grindavík eftir að björgunaraðgerðir voru metnar of hættulegar. Slysið hafði mikil áhrif á íbúa Grindavíkur.Vísir Síðustu daga hafi fyrirtækjaeigendur sett sig í stellingar og teiknað upp viðbrögð til lengri og skemmri tíma. „Hingað til hefur það verið hægt frá degi til dags að skjótast inn, gera það sem hægt er að gera, bjarga hingað og þangað. En nú þurfa menn að fara setjast yfir hvað ætlum við að gera næstu mánuði á meðan einhver vafi er. Og ef illa fer, hvað geri ég þá, hvar ætlum við að setja okkur niður ef Grindavík er út úr myndinni?“ Þetta er orðin staðan, það er orðinn möguleiki. Menn þurfa þá að meta það, hvers virði það sé að reyna að halda einhverju smá lífi í bænum, einhverju smá ljósi. Á meðan beðið sé eftir skýrari svörum sé aðeins hægt að gera skammtímaáætlanir. „Jarðfræðingar segja að þetta sé biðtími frá einu til tíu ára. Við bíðum ekkert í tíu ár. En þessi stund er komin upp að fyrirtækin þurfi að fara segja fólkinu sínu hvað það er að hugsa. Rétt eins og ríkisstjórn og ríkissjóður þurfa að fara segja fólki hvernig það ætli að bjarga því.“ Ef fyrirtækið eigi að koma sér fyrir annarsstaðar sé það kostnaðarsamt og krefjist mikils undirbúnings. „Það er fullur vilji, en menn þurfa að að stilla sig saman, stéttarfélög, ríki, stéttarfélög, fyrirtæki, hvað ætlum við að gera? Hvert er milliplanið okkar og hvert er langtímaplanið?“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Pétur meðal annars hugmyndir um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19. janúar 2024 13:55 Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. 19. janúar 2024 16:20 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19. janúar 2024 13:55
Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. 19. janúar 2024 16:20