Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 17:07 Dekkið var algjörlega umvafið. Haraldur Sigurðarson Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum. Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum.
Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira