Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 22:52 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Fannar Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra. Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni. Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa 519 ökumenn verið ákærðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, flestir í síðasta mánuði þegar 81 ökumaður var gripinn við verknaðinn. Rúmlega fimm hundruð til viðbótar hafa verið gómaðir í símanum undir stýri á þessu ári. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Heilt yfir í umferðinni í dag, er fólk bara annars hugar. Það er mikið áhyggjuefni. Fólk er með ýmsar skýringar, sá ekki að það var komið rautt ljós eða er að flýta sér og svo framvegis. En þetta er bara áhyggjuefni að fólk virðist vera annars hugar í umferðinni. Við erum með of mörg umferðarslys síðustu misseri, við erum að verða vör við að ökumenn eru mjög mikið í farsímanum, jafnvel að horfa á myndir eða tónleika á meðan það er að aka um götur borgarinnar. Við verðum að taka okkur til og vera í núinu. Vera í bara í umferðinni,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni fyrir neðan má sjá fjölda tilvika þar sem fólk keyrir yfir á rauðu ljósi. Hvaða fólk er það sem er helst í símanum undir stýri, er það ungt fólk eða af öllum aldri? „Þetta er allur aldur. Maður verður einna mest var við það að eldra fólk er ekki í símanum. Það er einfaldlega ekki alið upp við þetta. En þessir yngstu vegfarendur og upp í miðjan aldur, það er mjög algengt að við séum að sjá þetta aldursbil,“ segir Árni. Hann segir síðustu og fyrstu mánuði ársins ávallt þá erfiðustu í umferðinni í snjókomu og myrkri. „Því miður verða mjög alvarleg slys þessa dimmustu mánuði,“ segir Árni.
Lögreglumál Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira