Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2024 22:35 Búið er að reisa loftlínuna yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og koma þannig rafmagni á bæinn á ný. HS Veitur Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. Þetta segir í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir að vinnuflokkar HS Veitna hafi unnið sleitulaust að því síðustu daga í samvinnu við Almannavarnir, Landsnet og HS Orku að halda rafmagni á Grindavík eftir að hraun fór yfir stofnlagnir milli Svartsengis og Grindavíkur í eldgosi sem hófst um þar síðustu helgi. Það hafi tekist að koma á rafmagni á bæinn á innan við tveimur sólarhringum frá því að eldgos hófst og var það gert með strengjum sem liggja undir heitu hrauninu. Annar strengur af tveimur hafi gefið sig síðasta föstudag en í ljós kom að hinn strengurinn væri enn í lagi og var því rafmagn aftur komið á bæinn skömmu síðar. Á sama tíma hafi verið hafinn undirbúningur við að reisa loftlínu yfir hraunið því ekki væri ljóst hve lengi seinni strengurinn myndi duga undir heitu hrauninu. Snemma á sunnudagsmorgun hafi strengurinn gefið sig endanlega. Varavélar Landsnets hafi séð bænum fyrir rafmagni þar til nýja loftlínan komst í gagnið í dag og hefur hún fengið nafnið Sundhnjúkahraunslína 1. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. 21. janúar 2024 10:10 Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. 19. janúar 2024 11:59 Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19. janúar 2024 08:27 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir að vinnuflokkar HS Veitna hafi unnið sleitulaust að því síðustu daga í samvinnu við Almannavarnir, Landsnet og HS Orku að halda rafmagni á Grindavík eftir að hraun fór yfir stofnlagnir milli Svartsengis og Grindavíkur í eldgosi sem hófst um þar síðustu helgi. Það hafi tekist að koma á rafmagni á bæinn á innan við tveimur sólarhringum frá því að eldgos hófst og var það gert með strengjum sem liggja undir heitu hrauninu. Annar strengur af tveimur hafi gefið sig síðasta föstudag en í ljós kom að hinn strengurinn væri enn í lagi og var því rafmagn aftur komið á bæinn skömmu síðar. Á sama tíma hafi verið hafinn undirbúningur við að reisa loftlínu yfir hraunið því ekki væri ljóst hve lengi seinni strengurinn myndi duga undir heitu hrauninu. Snemma á sunnudagsmorgun hafi strengurinn gefið sig endanlega. Varavélar Landsnets hafi séð bænum fyrir rafmagni þar til nýja loftlínan komst í gagnið í dag og hefur hún fengið nafnið Sundhnjúkahraunslína 1.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. 21. janúar 2024 10:10 Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. 19. janúar 2024 11:59 Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19. janúar 2024 08:27 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. 21. janúar 2024 10:10
Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. 19. janúar 2024 11:59
Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19. janúar 2024 08:27