Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2024 22:35 Búið er að reisa loftlínuna yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og koma þannig rafmagni á bæinn á ný. HS Veitur Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. Þetta segir í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir að vinnuflokkar HS Veitna hafi unnið sleitulaust að því síðustu daga í samvinnu við Almannavarnir, Landsnet og HS Orku að halda rafmagni á Grindavík eftir að hraun fór yfir stofnlagnir milli Svartsengis og Grindavíkur í eldgosi sem hófst um þar síðustu helgi. Það hafi tekist að koma á rafmagni á bæinn á innan við tveimur sólarhringum frá því að eldgos hófst og var það gert með strengjum sem liggja undir heitu hrauninu. Annar strengur af tveimur hafi gefið sig síðasta föstudag en í ljós kom að hinn strengurinn væri enn í lagi og var því rafmagn aftur komið á bæinn skömmu síðar. Á sama tíma hafi verið hafinn undirbúningur við að reisa loftlínu yfir hraunið því ekki væri ljóst hve lengi seinni strengurinn myndi duga undir heitu hrauninu. Snemma á sunnudagsmorgun hafi strengurinn gefið sig endanlega. Varavélar Landsnets hafi séð bænum fyrir rafmagni þar til nýja loftlínan komst í gagnið í dag og hefur hún fengið nafnið Sundhnjúkahraunslína 1. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. 21. janúar 2024 10:10 Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. 19. janúar 2024 11:59 Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19. janúar 2024 08:27 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir að vinnuflokkar HS Veitna hafi unnið sleitulaust að því síðustu daga í samvinnu við Almannavarnir, Landsnet og HS Orku að halda rafmagni á Grindavík eftir að hraun fór yfir stofnlagnir milli Svartsengis og Grindavíkur í eldgosi sem hófst um þar síðustu helgi. Það hafi tekist að koma á rafmagni á bæinn á innan við tveimur sólarhringum frá því að eldgos hófst og var það gert með strengjum sem liggja undir heitu hrauninu. Annar strengur af tveimur hafi gefið sig síðasta föstudag en í ljós kom að hinn strengurinn væri enn í lagi og var því rafmagn aftur komið á bæinn skömmu síðar. Á sama tíma hafi verið hafinn undirbúningur við að reisa loftlínu yfir hraunið því ekki væri ljóst hve lengi seinni strengurinn myndi duga undir heitu hrauninu. Snemma á sunnudagsmorgun hafi strengurinn gefið sig endanlega. Varavélar Landsnets hafi séð bænum fyrir rafmagni þar til nýja loftlínan komst í gagnið í dag og hefur hún fengið nafnið Sundhnjúkahraunslína 1.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. 21. janúar 2024 10:10 Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. 19. janúar 2024 11:59 Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19. janúar 2024 08:27 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Rafmagn fór af Grindavík í nótt Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í nótt, þegar stofnstrengur, sem fór undir hraun í eldgosi um síðustu helgi gaf sig. Hluti bæjarins er nú á varaafli. 21. janúar 2024 10:10
Rafmagn aftur komið á Grindavík Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina. 19. janúar 2024 11:59
Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19. janúar 2024 08:27