Hver dagur eins og vika fyrir Grindvíkinga og því þurfi að vinna hratt Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 23:42 Bryndís Gunnlaugsdóttir segir að ríkisstjórnin verði að vinna hratt og í samtali við Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin hyggst koma Grindvíkingum í skjól með aðgerðum sem voru kynntar í dag en nánari útfærsla liggur þó ekki fyrir. Grindvíkingur segir mikilvægt að íbúar fái val um hvort þeir fari heim til Grindavíkur eða ekki. Íbúar séu vongóðir en lifi enn í óvissu og því þurfi ríkisstjórnin að vinna hratt og örugglega. Eftir fundi með helstu sérfræðingum og hagsmunaaðilum um málefni Grindavíkur síðustu daga kynnti ríkisstjórnin aðgerðir fyrir íbúa á blaðamannafundi á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ætli að skapa forsendur til að Grindvíkingar geti nýtt fjármuni sem liggur í húsnæði þeirra svo þeir geti keypt sér annars staðar. Það felst meðal annars í því að ráðast á í húsnæðisuppbyggingu, skilyrði um skammtímaleigu íbúða verða þrengd, alls verða keyptar 260 skammtímaíbúðir fyrir Grindvíkinga og ríkið greiðir vexti og verðbætur af húsnæðislánum þeirra íbúa sem selja ekki í Grindavík. Þá fá þeir sem missa störf sín í bænum greidd laun þar til í sumar og níutíu prósent af kostnaði vegna leigu verða greidd til júníloka. Loks ætlar ríkisstjórnin að tryggja Grindvíkingum aðgengi, aðstoð og geymslur til verðmætabjörgunar. Nánari útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp eiga að liggja fyrir snemma í næsta mánuði. Bryndís Gunnlaugsdóttir, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Grindavíkur, vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í síðustu viku. Berghildur Erla ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðgerðir enn óljósar en íbúar vongóðir Bryndísi finnst að ástand húsa í Grindavík eigi ekki að skipta máli í uppgjöri, fólk verði að fá að velja hvort það snúi aftur eða ekki og miða þurfi úrræði við þá sem eiga íbúðir í bænum en ekki bara þá sem eru með lögheimili. Hvernig líst þér á þessar aðgerðir? „Þetta er auðvitað mjög óljóst ennþá hvað var uppkaupin en ég ætla að leyfa mér að vera vongóð. Það eru svona þrjú atriði sem mér finnst skipta mestu máli,“ segir Bryndís. „Í fyrsta lagi að uppgjör við íbúa, reiknireglan, verði eins alveg sama hvort húsin okkur eru heil eða ónýt. Í öðru lagi að þessi eignatengslatillaga sé valkvæð þannig fólk velji hvort það vilji fara heim eða ekki, sumir vilja fara heim og aðrir ekki. Í þriðja lagi finnst mér líka skipta máli að þessi útfærsla sé fyrir allar íbúðir í Grindavík vegna þess í dag eru öll úrræði miðuð bara við fólk með lögheimili í Grindavík en fjöldi fólks á íbúðir í Grindavík sem þau búa ekki í og það þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. Hefurðu heyrt í íbúum úr Grindavík í dag „Það er ótrúlegur fjöldi búinn að hafa samband við mig í dag og frá því á þriðjudaginn. Það sem ég heyri mjög sterkt er þetta að fólk vill val um hvort það eigi að fara heim eða ekki og sérstaklega þetta með eignatengslin. Sumir vilja halda í eignina sína og eru búnir að setja mikla ást og umhyggju í að byggja upp hús á meðan aðrir treysta sér alls ekki heim og vilja fá að byrja upp á nýtt,“ segir hún. Mikilvægt að talað sé við íbúa Þessi pakki sem var kynntur í dag, fann fólk yfir létti yfir því að það væri að minnsta kosti verið að gera eitthvað? „Ég upplifi að íbúar eru vongóðir en Villi Árna sagði á þingi í dag að einn dagur í lífi venjulegs fólks er eins og vika fyrir Grindvíkinga. Þannig jú við erum vongóð en við erum enn í óvissu, enn að bíða og ég treysti því að stjórnvöld vinni hratt og örugglega og þetta komi snemma í febrúar eins og þau lofuðu,“ segir Bryndís. Finnst þér mikilvægt að það sé rætt við íbúa í þessu samstarfi? „Já, ég held að það sé mjög mikilvægt vegna þess að við erum 3.700 íbúar og við erum öll í áfalli. Það eru búin að vera fimm áföll á stuttum tíma. Bæjarstjórnin er að standa sig vel en það þarf að tala milliliðalaust við íbúa, bæði af bæjarstjórninni og af ríkisstjórninni. Í raun og veru vona ég að það verði gerð íbúakönnun þar sem fólk getur sagt hvaða leiðir það vill fara,“ segir hún að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Eftir fundi með helstu sérfræðingum og hagsmunaaðilum um málefni Grindavíkur síðustu daga kynnti ríkisstjórnin aðgerðir fyrir íbúa á blaðamannafundi á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ætli að skapa forsendur til að Grindvíkingar geti nýtt fjármuni sem liggur í húsnæði þeirra svo þeir geti keypt sér annars staðar. Það felst meðal annars í því að ráðast á í húsnæðisuppbyggingu, skilyrði um skammtímaleigu íbúða verða þrengd, alls verða keyptar 260 skammtímaíbúðir fyrir Grindvíkinga og ríkið greiðir vexti og verðbætur af húsnæðislánum þeirra íbúa sem selja ekki í Grindavík. Þá fá þeir sem missa störf sín í bænum greidd laun þar til í sumar og níutíu prósent af kostnaði vegna leigu verða greidd til júníloka. Loks ætlar ríkisstjórnin að tryggja Grindvíkingum aðgengi, aðstoð og geymslur til verðmætabjörgunar. Nánari útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp eiga að liggja fyrir snemma í næsta mánuði. Bryndís Gunnlaugsdóttir, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Grindavíkur, vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í síðustu viku. Berghildur Erla ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðgerðir enn óljósar en íbúar vongóðir Bryndísi finnst að ástand húsa í Grindavík eigi ekki að skipta máli í uppgjöri, fólk verði að fá að velja hvort það snúi aftur eða ekki og miða þurfi úrræði við þá sem eiga íbúðir í bænum en ekki bara þá sem eru með lögheimili. Hvernig líst þér á þessar aðgerðir? „Þetta er auðvitað mjög óljóst ennþá hvað var uppkaupin en ég ætla að leyfa mér að vera vongóð. Það eru svona þrjú atriði sem mér finnst skipta mestu máli,“ segir Bryndís. „Í fyrsta lagi að uppgjör við íbúa, reiknireglan, verði eins alveg sama hvort húsin okkur eru heil eða ónýt. Í öðru lagi að þessi eignatengslatillaga sé valkvæð þannig fólk velji hvort það vilji fara heim eða ekki, sumir vilja fara heim og aðrir ekki. Í þriðja lagi finnst mér líka skipta máli að þessi útfærsla sé fyrir allar íbúðir í Grindavík vegna þess í dag eru öll úrræði miðuð bara við fólk með lögheimili í Grindavík en fjöldi fólks á íbúðir í Grindavík sem þau búa ekki í og það þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. Hefurðu heyrt í íbúum úr Grindavík í dag „Það er ótrúlegur fjöldi búinn að hafa samband við mig í dag og frá því á þriðjudaginn. Það sem ég heyri mjög sterkt er þetta að fólk vill val um hvort það eigi að fara heim eða ekki og sérstaklega þetta með eignatengslin. Sumir vilja halda í eignina sína og eru búnir að setja mikla ást og umhyggju í að byggja upp hús á meðan aðrir treysta sér alls ekki heim og vilja fá að byrja upp á nýtt,“ segir hún. Mikilvægt að talað sé við íbúa Þessi pakki sem var kynntur í dag, fann fólk yfir létti yfir því að það væri að minnsta kosti verið að gera eitthvað? „Ég upplifi að íbúar eru vongóðir en Villi Árna sagði á þingi í dag að einn dagur í lífi venjulegs fólks er eins og vika fyrir Grindvíkinga. Þannig jú við erum vongóð en við erum enn í óvissu, enn að bíða og ég treysti því að stjórnvöld vinni hratt og örugglega og þetta komi snemma í febrúar eins og þau lofuðu,“ segir Bryndís. Finnst þér mikilvægt að það sé rætt við íbúa í þessu samstarfi? „Já, ég held að það sé mjög mikilvægt vegna þess að við erum 3.700 íbúar og við erum öll í áfalli. Það eru búin að vera fimm áföll á stuttum tíma. Bæjarstjórnin er að standa sig vel en það þarf að tala milliliðalaust við íbúa, bæði af bæjarstjórninni og af ríkisstjórninni. Í raun og veru vona ég að það verði gerð íbúakönnun þar sem fólk getur sagt hvaða leiðir það vill fara,“ segir hún að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02