RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar 27. desember 2025 14:00 Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, segir á vef RÚV. Farið hefði vel á því að næsta setning væri í boðorðastíl: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er aðeins þörf á einum öflugum ljósvakamiðli með skýrt hlutverk, eins og RÚV hefur sem þjóðarmiðill með þríþætt meginmarkmið: að upplýsa, fræða og skemmta. Með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar var opnað fyrir svokallaðan frjálsan útvarpsrekstur. Hugmyndin var sú að nýjar útvarpsstöðvar myndu kynda undir fjölbreytni. Raunin hefur orðið önnur. Einsleitni er lýsandi hugtak þegar hlustað er á einkareknu útvarpsstöðvarnar, auðvitað með fáeinum undantekningum. Flestar bjóða upp á lítið annað en síendurtekna vinsældatónlist og mas á misgóðri íslensku, nánast eins og diskótek. Talmálsstöðvarnar eru litlu betri og byggja því miður á öfgum, samsæriskenningum eða hugmyndafræðilegum einstrengingshætti. Þær auka skautun í samfélagsumræðunni sem við þurfum ekki á að halda. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu fjölmiðlunar segir að markmiðin séu skýr: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þegar litið er á nýbirtan lista yfir einkarekna fjölmiðla sem fá ríkisstyrki fyrir árið 2025 vaknar óhjákvæmilega spurningin: hvaða útvarpsstöðvar falla undir þessa skilgreiningu? Afsakið, en ég sé ekki hvernig stöðvar sem útvarpa fyrst og fremst alþjóðlegri vinsældatónlist, oft með lágmarks innlendri dagskrárgerð, gegna lykilhlutverki fyrir íslenska tungu, menningu, öryggi eða lýðræði. Að slíkar stöðvar fái tugi milljóna króna í rekstrarstuðning af almannafé nær einfaldlega engri átt. Auðvitað á ekki að meina neinum að reka útvarpsstöð eða miðil. Á samfélags- og hlaðvarpstímum getur sérhver einstaklingur verið fjölmiðill eða útvarpsstöð. En það er grundvallarmunur á tjáningarfrelsi og því að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum. Skattfé á að þjóna almannahagsmunum. Punktur. Stöldrum aftur við markmið stjórnvalda: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þessi orð eiga augljóslega við um prent- og netmiðla sem sinna fréttamennsku, rannsóknarvinnu og opinberri umræðu með vísun í miðla eins og Vísi, Heimildina, Gímaldið og aðra sem starfa á grundvelli ritstjórnarlegrar ábyrgðar og faglegra viðmiða. Í því samhengi má með fullum rökum spyrja: þarf lítil þjóð eins og Íslendingar í raun nema einn sterkan, hlutlausan almannaþjónustumiðil? Miðil sem hefur lagaskyldu til fagmennsku, jafnvægis og menningarlegrar ábyrgðar. Líkast til er vandinn ekki sá að Ríkisútvarpið sé of stórt, heldur að RÚV sé einfaldlega of mikilvægt til að stjórnvöld veiki það enn frekar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Ríkisútvarpið Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, segir á vef RÚV. Farið hefði vel á því að næsta setning væri í boðorðastíl: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er aðeins þörf á einum öflugum ljósvakamiðli með skýrt hlutverk, eins og RÚV hefur sem þjóðarmiðill með þríþætt meginmarkmið: að upplýsa, fræða og skemmta. Með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar var opnað fyrir svokallaðan frjálsan útvarpsrekstur. Hugmyndin var sú að nýjar útvarpsstöðvar myndu kynda undir fjölbreytni. Raunin hefur orðið önnur. Einsleitni er lýsandi hugtak þegar hlustað er á einkareknu útvarpsstöðvarnar, auðvitað með fáeinum undantekningum. Flestar bjóða upp á lítið annað en síendurtekna vinsældatónlist og mas á misgóðri íslensku, nánast eins og diskótek. Talmálsstöðvarnar eru litlu betri og byggja því miður á öfgum, samsæriskenningum eða hugmyndafræðilegum einstrengingshætti. Þær auka skautun í samfélagsumræðunni sem við þurfum ekki á að halda. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um eflingu fjölmiðlunar segir að markmiðin séu skýr: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þegar litið er á nýbirtan lista yfir einkarekna fjölmiðla sem fá ríkisstyrki fyrir árið 2025 vaknar óhjákvæmilega spurningin: hvaða útvarpsstöðvar falla undir þessa skilgreiningu? Afsakið, en ég sé ekki hvernig stöðvar sem útvarpa fyrst og fremst alþjóðlegri vinsældatónlist, oft með lágmarks innlendri dagskrárgerð, gegna lykilhlutverki fyrir íslenska tungu, menningu, öryggi eða lýðræði. Að slíkar stöðvar fái tugi milljóna króna í rekstrarstuðning af almannafé nær einfaldlega engri átt. Auðvitað á ekki að meina neinum að reka útvarpsstöð eða miðil. Á samfélags- og hlaðvarpstímum getur sérhver einstaklingur verið fjölmiðill eða útvarpsstöð. En það er grundvallarmunur á tjáningarfrelsi og því að fá styrki úr sameiginlegum sjóðum. Skattfé á að þjóna almannahagsmunum. Punktur. Stöldrum aftur við markmið stjórnvalda: að efla innlenda fjölmiðla sem gegni mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag, menningu, tungumál, öryggi og lýðræði. Þessi orð eiga augljóslega við um prent- og netmiðla sem sinna fréttamennsku, rannsóknarvinnu og opinberri umræðu með vísun í miðla eins og Vísi, Heimildina, Gímaldið og aðra sem starfa á grundvelli ritstjórnarlegrar ábyrgðar og faglegra viðmiða. Í því samhengi má með fullum rökum spyrja: þarf lítil þjóð eins og Íslendingar í raun nema einn sterkan, hlutlausan almannaþjónustumiðil? Miðil sem hefur lagaskyldu til fagmennsku, jafnvægis og menningarlegrar ábyrgðar. Líkast til er vandinn ekki sá að Ríkisútvarpið sé of stórt, heldur að RÚV sé einfaldlega of mikilvægt til að stjórnvöld veiki það enn frekar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar