Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar 20. desember 2025 13:33 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar