Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir, Stefanía Hulda Marteinsdóttir, Þuríður Sverrisdóttir og Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifa 17. desember 2025 10:02 Undanfarið hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar stigið fram með sterk orð um bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, varð nýlega heitt í hamsi í ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti því hvernig börn bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu og sagði að mörg þeirra líði „vítiskvalir“ á meðan. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði greinina „Bið, endalaus bið“ í Morgunblaðið 15. desember þar sem hún kallar eftir snemmtækri íhlutun og varanlegum lausnum í málefnum barna á biðlistum. Þetta er þó ekki ný umræða. Í október ræddi Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sama vanda á Alþingi og notaði hugtakið „svarthol biðlistanna“ um stöðu barna sem bíða eftir þjónustu. Í aðdraganda kosninga gáfu stjórnmálaflokkar loforð um forgangsröðun, snemmtæka íhlutun og raunverulegar aðgerðir til að stytta bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Foreldrar hlustuðu. Foreldrar kusu. Foreldrar bíða enn. Samhljómurinn er enn til staðar. Aðgerðirnar ekki. Þegar allir eru sammála en ekkert gerist, blasir forystuleysi við. Þá hlýtur að vakna spurningin: til hvers er sífellt talað um vandann ef ekkert á að gera? Þegar orð eru endurtekin án þess að aðgerðir fylgi, verður umræðan að sýndarsamkennd sem breytir engu fyrir börnin sem bíða. Þegar þingmenn úr ólíkum flokkum lýsa sama vanda með sömu orðum er ljóst að samstaða er um málið en forystu vantar. Samfylkingin og Viðreisn eru í ríkisstjórn. Sama gildir um Flokk fólksins, sem ber ábyrgð á stærstum hluta málaflokksins í gegnum félagsmálaráðuneytið. Einmitt þaðan hefur þögnin verið hvað mest áberandi. Ráðherra Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hennar ráðuneyti bregðist hratt við aðkallandi málum. Hún býður í kaffi, reddar reglugerðum með einu pennastriki og lýsir ráðuneytinu sem megnugu. En þegar kemur að biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu, þeim börnum sem ættu einmitt að vera tekin upp á arma samfélagsins, ríkir þögn og aðgerðaleysi. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að Viðreisn hafi boðið áhrifavaldi í fjármálaráðuneytið til fundar við ráðherra. Það er kannski saklaust í sjálfu sér en það dregur upp skýra mynd af forgangsröðun þegar foreldrar barna á biðlistum fá hvorki fundi né svör. Við vitum þetta allt saman. Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, að gluggar lokast og að aðgerðaleysi kostar samfélagið margfalt meira síðar, bæði mannlega og fjárhagslega. Þessi þekking er ekki ný. Verkefnið Biðlisti.is varð ekki til vegna skorts á umræðu heldur vegna skorts á aðgerðum og það mun ekki hverfa bara af því að þingmenn flytji fleiri ræður sem allir eru sammála um. Þetta sást einnig þegar María Rut Kristinsdóttir, fyrrnefnd þingkonu Viðreisnar, fjallaði um málið á TikTok. Þegar henni var bent á að hún væri nú þingmaður í ríkisstjórn og spurð hvað yrði gert til að stytta biðlista fatlaðra barna, svaraði hún með upptalningu á aðgerðum sem snúa að öðrum málaflokkum. Þær aðgerðir kunna vissulega að vera gildar í sínu samhengi, en þær svara ekki biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu. Við gerum ekki lítið úr öðrum aðgerðum. Við biðjum einfaldlega um að rætt sé af hreinskilni um biðlista barnanna okkar. Að spurningum okkar verði svarað, en ekki einhverjum öðrum. Að ryki verði ekki slegið í augu foreldra með því að tala um eitthvað allt annað. Á sama tíma og þingmenn lýsa alvarleika biðlista barna hefur dagskrá Alþingis einkennst af allt öðrum málum. Forsætisráðherra hefur sýnt reiði í þingsal, þingforsetinn sjálf gripið til blótsyrða og langvarandi málþóf farið fram um kílómetragjald. Umræðan er hávær og átökin mikil, en málefni barna á biðlistum hverfa aftur og aftur út úr dagskránni. Reynslan sýnir að án raunverulegs aðhalds breytist lítið. Bið barna eftir lögbundinni þjónustu hverfur ekki af sjálfu sér. Hún krefst pólitískrar ákvörðunar, varanlegrar fjármögnunar og ábyrgðar sem hægt er að fylgja eftir. Biðlisti.is og Einhverfusamtökin munu halda áfram að þrýsta á, kalla eftir svörum og minna stjórnvöld á loforð sín. Kannski vonuðust einhverjir til að þetta myndi fjara út, að mæður sem stigu fram myndu þreytast og hætta að gera kröfur. Sú von mun ekki rætast. Þess vegna segjum við þetta skýrt: Við hættum ekki. Í áðurnefndri ræðu sinni sagði Sigmundur Ernir að Alþingi talaði mikið, fram á kvöld, nótt og rauðamorgun en spurði hvort þingið væri í raun að fjalla um mikilvægustu málin í samfélaginu. Þeirri spurningu er enn ósvarað, því þrátt fyrir samhljóm í orðum virðist Alþingi á hverjum degi ræða eitthvað allt annað en börnin sem bíða og foreldrana sem bíða með þeim. Eða eins og eitt sinn var sagt, þá virðist það álíka viðeigandi og að raða sólstólum á Titanic. Hlekkur á undirskriftarlista Höfundar standa að Biðlisti.is, grasrótarverkefni foreldra sem berjast gegn biðlistum fatlaðra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar stigið fram með sterk orð um bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, varð nýlega heitt í hamsi í ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti því hvernig börn bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu og sagði að mörg þeirra líði „vítiskvalir“ á meðan. María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði greinina „Bið, endalaus bið“ í Morgunblaðið 15. desember þar sem hún kallar eftir snemmtækri íhlutun og varanlegum lausnum í málefnum barna á biðlistum. Þetta er þó ekki ný umræða. Í október ræddi Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sama vanda á Alþingi og notaði hugtakið „svarthol biðlistanna“ um stöðu barna sem bíða eftir þjónustu. Í aðdraganda kosninga gáfu stjórnmálaflokkar loforð um forgangsröðun, snemmtæka íhlutun og raunverulegar aðgerðir til að stytta bið barna eftir lögbundinni þjónustu. Foreldrar hlustuðu. Foreldrar kusu. Foreldrar bíða enn. Samhljómurinn er enn til staðar. Aðgerðirnar ekki. Þegar allir eru sammála en ekkert gerist, blasir forystuleysi við. Þá hlýtur að vakna spurningin: til hvers er sífellt talað um vandann ef ekkert á að gera? Þegar orð eru endurtekin án þess að aðgerðir fylgi, verður umræðan að sýndarsamkennd sem breytir engu fyrir börnin sem bíða. Þegar þingmenn úr ólíkum flokkum lýsa sama vanda með sömu orðum er ljóst að samstaða er um málið en forystu vantar. Samfylkingin og Viðreisn eru í ríkisstjórn. Sama gildir um Flokk fólksins, sem ber ábyrgð á stærstum hluta málaflokksins í gegnum félagsmálaráðuneytið. Einmitt þaðan hefur þögnin verið hvað mest áberandi. Ráðherra Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hennar ráðuneyti bregðist hratt við aðkallandi málum. Hún býður í kaffi, reddar reglugerðum með einu pennastriki og lýsir ráðuneytinu sem megnugu. En þegar kemur að biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu, þeim börnum sem ættu einmitt að vera tekin upp á arma samfélagsins, ríkir þögn og aðgerðaleysi. Á sama tíma hafa borist fregnir af því að Viðreisn hafi boðið áhrifavaldi í fjármálaráðuneytið til fundar við ráðherra. Það er kannski saklaust í sjálfu sér en það dregur upp skýra mynd af forgangsröðun þegar foreldrar barna á biðlistum fá hvorki fundi né svör. Við vitum þetta allt saman. Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, að gluggar lokast og að aðgerðaleysi kostar samfélagið margfalt meira síðar, bæði mannlega og fjárhagslega. Þessi þekking er ekki ný. Verkefnið Biðlisti.is varð ekki til vegna skorts á umræðu heldur vegna skorts á aðgerðum og það mun ekki hverfa bara af því að þingmenn flytji fleiri ræður sem allir eru sammála um. Þetta sást einnig þegar María Rut Kristinsdóttir, fyrrnefnd þingkonu Viðreisnar, fjallaði um málið á TikTok. Þegar henni var bent á að hún væri nú þingmaður í ríkisstjórn og spurð hvað yrði gert til að stytta biðlista fatlaðra barna, svaraði hún með upptalningu á aðgerðum sem snúa að öðrum málaflokkum. Þær aðgerðir kunna vissulega að vera gildar í sínu samhengi, en þær svara ekki biðlistum fatlaðra barna eftir lögbundinni þjónustu. Við gerum ekki lítið úr öðrum aðgerðum. Við biðjum einfaldlega um að rætt sé af hreinskilni um biðlista barnanna okkar. Að spurningum okkar verði svarað, en ekki einhverjum öðrum. Að ryki verði ekki slegið í augu foreldra með því að tala um eitthvað allt annað. Á sama tíma og þingmenn lýsa alvarleika biðlista barna hefur dagskrá Alþingis einkennst af allt öðrum málum. Forsætisráðherra hefur sýnt reiði í þingsal, þingforsetinn sjálf gripið til blótsyrða og langvarandi málþóf farið fram um kílómetragjald. Umræðan er hávær og átökin mikil, en málefni barna á biðlistum hverfa aftur og aftur út úr dagskránni. Reynslan sýnir að án raunverulegs aðhalds breytist lítið. Bið barna eftir lögbundinni þjónustu hverfur ekki af sjálfu sér. Hún krefst pólitískrar ákvörðunar, varanlegrar fjármögnunar og ábyrgðar sem hægt er að fylgja eftir. Biðlisti.is og Einhverfusamtökin munu halda áfram að þrýsta á, kalla eftir svörum og minna stjórnvöld á loforð sín. Kannski vonuðust einhverjir til að þetta myndi fjara út, að mæður sem stigu fram myndu þreytast og hætta að gera kröfur. Sú von mun ekki rætast. Þess vegna segjum við þetta skýrt: Við hættum ekki. Í áðurnefndri ræðu sinni sagði Sigmundur Ernir að Alþingi talaði mikið, fram á kvöld, nótt og rauðamorgun en spurði hvort þingið væri í raun að fjalla um mikilvægustu málin í samfélaginu. Þeirri spurningu er enn ósvarað, því þrátt fyrir samhljóm í orðum virðist Alþingi á hverjum degi ræða eitthvað allt annað en börnin sem bíða og foreldrana sem bíða með þeim. Eða eins og eitt sinn var sagt, þá virðist það álíka viðeigandi og að raða sólstólum á Titanic. Hlekkur á undirskriftarlista Höfundar standa að Biðlisti.is, grasrótarverkefni foreldra sem berjast gegn biðlistum fatlaðra barna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun