Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar 16. desember 2025 14:30 Metfjöldi sem útskrifast í pípulögnum Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Á Hótel Nordica þann 16. september var ein fjölmennasta afhending sveinsbréfa frá upphafi, fjölmennustu hóparnir voru píparar og húsasmiðir. Áhuginn á pípulögnum hefur stóraukist og er mikill, skólar eru fullsetnir og komast færri að en vilja. Ungt fólk sér framtíð í faginu og biðröð er í að komast á samning hjá meistara. Samkvæmt opinberum gögnum fóru svo 23 sveinar í áframhaldandi nám í faginu á þessu ári og urðu löggiltir pípulagnameistarar. Eitthvað er þó umdeilt hvort rétt sé staðið að þessari löggildingu, ráðuneytis menntamála og Félag Pípulagnameistara FP finna vonandi rétta lendingu með það deilumál. Af hverju kallið þið mannin "pípara", af hverju ekki vatnsvirkja Að virkja okkar mikilvægu auðlind, sem er vatnið, er göfugt og mikilvægt starf, sem leggur grunninn að heilbrigðu og öruggu samfélagi. Með það í huga kemur upp nafngiftin vatnsvirki, sem lýsir kannski starfinu betur, í því felst virðisaukning og virðing, sem mætti vera. En pípulagningamaður náði fótfestu, og pípari, þrátt fyrir að farið var fyrir vatnsvirkja heitinu fyrir margt löngu. Rafvirkjar aftur á móti náðu fótfestu á virkjunarnafninu og þeir eru ekki kallaðir "rafarar" heldur rafvirkjar. En snúum okkur aftur að fagstéttinni. Hversu stór er fagstéttin Samkvæmt opinberum gögnum eiga Íslendingar 1.975 útskrifaða pípulagningamenn. Af þeim fjölda eru 562 löggitir pípulagnameistarar og svo 1.413 sveinar. Þessir 1.975 einstaklingar eru fagstéttin. Með þeim starfa svo lærlingar og aðstoðarmenn, sem flestir stefna á að klára námið, sveinsprófið. Fagfélög pípulagningamanna - Stuðningur Við þurfum að standa við bakið á pípurunum okkar, sem virkja vatnið, það var jú blásið í opinbert átak til að fjölga þeim. En hverjir standa við bakið á þeim. Það má lilega segja að það séu tvö félög og ein samtök, en áður fyrr voru þetta þrjú félög og ein samtök. Það var Sveinafélag Pípulagnamanna, sem gekk inn í Félag iðn og tæknifræðinga og svo lagnafélag Íslands, sem sá um fræðslumálin, þessi félög eru ekki starfandi í dag. Starfandi í dag er Félag pípulagnameistara (FP), með um 160 meistara innborðs og svo eru Samtök iðnaðarins (SI) með Meistarann, sem eru félagsmenn meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. Þar eru um 50 Pípulagnameistarar, margir þeirra, og líklega flestir, eru einnig í félagi pípulagnameistara. Átakið - Hið opinbera og starfshópar Fyrir um sjö árum hóf hið opinbera, fagfélög og fleiri að hvetja menn í iðnnám, eins nefnt var hér að ofan, ákveðin vakning í gangi, við þurfum jú að virkja vatnið okkar, það verður ekki gert með bókvitinu einu saman. Eitthvað hefur vel unnist þar, þar sem fjöldinn hefur sannarlega aukist. Það er gott að sjá hvernig menn gátu unnið saman þar. Bæði hið opinbera, samtök og félög. Skólarnir hafa náð að laða til sín nemendur og vettvangar eins og vatnsidnadur.net hafa hvatt menn áfram, fræðslustarfið. Fræðslustarfið, hvatning - vatnsidnadur.net Fræðsluvefurinn vatnsidnadur.net hefur í tíu ár, já fyrir átakið, unnið að því að kynna fagið, hvetja til frekara náms, haldið úti fræðslu og umræðu, um hversu mikilvægt þetta starf er, mikilvægi vatnsins, og hvað sagan hefur kennt okkur. Gríðalegt gagnsafn upplýsinga og er óhætt að segja að um stærsta safn slíkra upplýsinga hérlendis sé að ræða. Það er líklega merki um ákveðið andvaraleysi að hið opinbera og þeirra stýrihópar og starfshópar virðast ekki meðvitaðir um fræðslustarfið og jákvæða uppbyggingu sem er í gangi hjá fagstéttunum, þetta með samtalið. Stór orð falla gjarnan á tillidögum um samtal og samvinnu við fagstéttirnar, sem virðist fara fram í ráherraskipuðum stýri- og starfshópum. Fagstéttin frétta svo kannski af skýrslum og niðurstöðum þegar að vatnsidnadur.net grefur upp þessar skýrslur og birtir fagstéttinni og öðrum áhugasömum um vatns, lagna og orkumál. Þá spyrja reyndir menn, sem hafa puttan á framleiðslunni og framvindunni: hverju ætla þau að breyta, reglugerðum og eftirliti, hvað með reynsluna og söguna, vita menn ekki af hverju öll þessu mistök voru gerð. Staðan í dag - Samtalið og stuðningur Félag Pípulagningameistara er búið að stefna Ríkinu fyrir kæruleysi, mistaka, í leyfisveitum meistarabréfa, vonandi mun samtalið ekki fara fram í dómsal á nýju ári. Félag Pípulagningameistara vildu ekki í ganga inn í Samtök iðnaðarins, um það var kosið á árinu, hafnað var aðild. Það er því nokkuð flókin staða í dag. Þessir um 50 meistarar í Meistarafélagi SI vita varla í hvor fótinn þeir eiga að stíga, með SI, þeim stóru samtökum, eða með 160 Félögum í Félagi Pípulagnameistara, sem er 95 ára gamalt hagsmunafélag pípara. Þessi staða er ekki góð fyrir fagstéttina, eða uppbyggileg, og mun sannarlega ekki hjálpa pípurunum okkar, þessum 1.975, þar með talið þeim sem okkur tókst að fá í námið með miklu átaki. Stöndum saman, tölum saman, hlúum að strákunum okkar. Styðjum við jákvætt og uppbyggilegt fræðslustarf. Höfundur er fræðslustjóri vatnsidnadur.net, löggiltur pípulagnameistari í FP og SI, vatnsvirki og tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Stéttarfélög Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Metfjöldi sem útskrifast í pípulögnum Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Á Hótel Nordica þann 16. september var ein fjölmennasta afhending sveinsbréfa frá upphafi, fjölmennustu hóparnir voru píparar og húsasmiðir. Áhuginn á pípulögnum hefur stóraukist og er mikill, skólar eru fullsetnir og komast færri að en vilja. Ungt fólk sér framtíð í faginu og biðröð er í að komast á samning hjá meistara. Samkvæmt opinberum gögnum fóru svo 23 sveinar í áframhaldandi nám í faginu á þessu ári og urðu löggiltir pípulagnameistarar. Eitthvað er þó umdeilt hvort rétt sé staðið að þessari löggildingu, ráðuneytis menntamála og Félag Pípulagnameistara FP finna vonandi rétta lendingu með það deilumál. Af hverju kallið þið mannin "pípara", af hverju ekki vatnsvirkja Að virkja okkar mikilvægu auðlind, sem er vatnið, er göfugt og mikilvægt starf, sem leggur grunninn að heilbrigðu og öruggu samfélagi. Með það í huga kemur upp nafngiftin vatnsvirki, sem lýsir kannski starfinu betur, í því felst virðisaukning og virðing, sem mætti vera. En pípulagningamaður náði fótfestu, og pípari, þrátt fyrir að farið var fyrir vatnsvirkja heitinu fyrir margt löngu. Rafvirkjar aftur á móti náðu fótfestu á virkjunarnafninu og þeir eru ekki kallaðir "rafarar" heldur rafvirkjar. En snúum okkur aftur að fagstéttinni. Hversu stór er fagstéttin Samkvæmt opinberum gögnum eiga Íslendingar 1.975 útskrifaða pípulagningamenn. Af þeim fjölda eru 562 löggitir pípulagnameistarar og svo 1.413 sveinar. Þessir 1.975 einstaklingar eru fagstéttin. Með þeim starfa svo lærlingar og aðstoðarmenn, sem flestir stefna á að klára námið, sveinsprófið. Fagfélög pípulagningamanna - Stuðningur Við þurfum að standa við bakið á pípurunum okkar, sem virkja vatnið, það var jú blásið í opinbert átak til að fjölga þeim. En hverjir standa við bakið á þeim. Það má lilega segja að það séu tvö félög og ein samtök, en áður fyrr voru þetta þrjú félög og ein samtök. Það var Sveinafélag Pípulagnamanna, sem gekk inn í Félag iðn og tæknifræðinga og svo lagnafélag Íslands, sem sá um fræðslumálin, þessi félög eru ekki starfandi í dag. Starfandi í dag er Félag pípulagnameistara (FP), með um 160 meistara innborðs og svo eru Samtök iðnaðarins (SI) með Meistarann, sem eru félagsmenn meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. Þar eru um 50 Pípulagnameistarar, margir þeirra, og líklega flestir, eru einnig í félagi pípulagnameistara. Átakið - Hið opinbera og starfshópar Fyrir um sjö árum hóf hið opinbera, fagfélög og fleiri að hvetja menn í iðnnám, eins nefnt var hér að ofan, ákveðin vakning í gangi, við þurfum jú að virkja vatnið okkar, það verður ekki gert með bókvitinu einu saman. Eitthvað hefur vel unnist þar, þar sem fjöldinn hefur sannarlega aukist. Það er gott að sjá hvernig menn gátu unnið saman þar. Bæði hið opinbera, samtök og félög. Skólarnir hafa náð að laða til sín nemendur og vettvangar eins og vatnsidnadur.net hafa hvatt menn áfram, fræðslustarfið. Fræðslustarfið, hvatning - vatnsidnadur.net Fræðsluvefurinn vatnsidnadur.net hefur í tíu ár, já fyrir átakið, unnið að því að kynna fagið, hvetja til frekara náms, haldið úti fræðslu og umræðu, um hversu mikilvægt þetta starf er, mikilvægi vatnsins, og hvað sagan hefur kennt okkur. Gríðalegt gagnsafn upplýsinga og er óhætt að segja að um stærsta safn slíkra upplýsinga hérlendis sé að ræða. Það er líklega merki um ákveðið andvaraleysi að hið opinbera og þeirra stýrihópar og starfshópar virðast ekki meðvitaðir um fræðslustarfið og jákvæða uppbyggingu sem er í gangi hjá fagstéttunum, þetta með samtalið. Stór orð falla gjarnan á tillidögum um samtal og samvinnu við fagstéttirnar, sem virðist fara fram í ráherraskipuðum stýri- og starfshópum. Fagstéttin frétta svo kannski af skýrslum og niðurstöðum þegar að vatnsidnadur.net grefur upp þessar skýrslur og birtir fagstéttinni og öðrum áhugasömum um vatns, lagna og orkumál. Þá spyrja reyndir menn, sem hafa puttan á framleiðslunni og framvindunni: hverju ætla þau að breyta, reglugerðum og eftirliti, hvað með reynsluna og söguna, vita menn ekki af hverju öll þessu mistök voru gerð. Staðan í dag - Samtalið og stuðningur Félag Pípulagningameistara er búið að stefna Ríkinu fyrir kæruleysi, mistaka, í leyfisveitum meistarabréfa, vonandi mun samtalið ekki fara fram í dómsal á nýju ári. Félag Pípulagningameistara vildu ekki í ganga inn í Samtök iðnaðarins, um það var kosið á árinu, hafnað var aðild. Það er því nokkuð flókin staða í dag. Þessir um 50 meistarar í Meistarafélagi SI vita varla í hvor fótinn þeir eiga að stíga, með SI, þeim stóru samtökum, eða með 160 Félögum í Félagi Pípulagnameistara, sem er 95 ára gamalt hagsmunafélag pípara. Þessi staða er ekki góð fyrir fagstéttina, eða uppbyggileg, og mun sannarlega ekki hjálpa pípurunum okkar, þessum 1.975, þar með talið þeim sem okkur tókst að fá í námið með miklu átaki. Stöndum saman, tölum saman, hlúum að strákunum okkar. Styðjum við jákvætt og uppbyggilegt fræðslustarf. Höfundur er fræðslustjóri vatnsidnadur.net, löggiltur pípulagnameistari í FP og SI, vatnsvirki og tæknifræðingur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar