Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar 16. desember 2025 09:30 Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun