Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar 15. desember 2025 10:47 Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar