Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 12. desember 2025 11:03 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 hefur verið kynnt, en eins og oft áður einkennist hún frekar af jákvæðum frösum en raunverulegum efnisatriðum. Samkvæmt greinargerð með áætluninni er bærinn í blóma og ábyrgar ákvarðanir sagðar hafa verið teknar í hvívetna. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar, stenst þessi mynd þó enga skoðun. Það er staðreynd að Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin og er kostnaður sveitarfélagsins vegna málaflokksins orðinn verulegur. Samkvæmt upplýsingum sem Miðflokkurinn hefur fengið frá sveitarfélaginu nemur beinn kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna málaflokksins tæplega fimm milljörðum króna á síðustu fimm árum. Til samanburðar hefur beinn kostnaður Garðabæjar vegna sama málaflokks á sama tímabili verið innan við 500 milljónir króna. Þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar á síðustu tveimur árum, vegna starfsfólks sem sinnir málaflokknum, hærri en allur samanlagður heildarkostnaður Garðabæjar vegna málaflokksins frá árinu 2019. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að áætlaður kostnaður við frístundastyrki allra barna í Hafnarfirði árið 2026 er um 260 milljónir króna. Þessi þróun hefur, eðli málsins samkvæmt, skapað mikinn þrýsting á innviði sveitarfélagsins. Á síðustu fimm árum hafa um tvö þúsund einstaklingar með ríkisfang utan EES-svæðisins fengið fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði. Árið 2024 fór um 70% allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins til erlendra ríkisborgara. Þá hafa 177 einstaklingar fengið lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu á sama tímabili, en aðeins þrír þeirra voru með íslenskt ríkisfang. Þetta eru staðreyndir sem eðlilegt hefði verið að væru meðal helstu álitamála á bæjarstjórnarfundum Hafnarfjarðarbæjar. Því er nær ótrúlegt að málið hafi varla verið tekið til umræðu og að það hafi í reynd þurft frumkvæði Miðflokksins í Hafnarfirði til að vekja athygli á stöðunni. Bæði meiri- og minnihluti hefðu átt að láta sig þessa þróun varða og gera að forgangsmáli. Í stað þess hefur bæjarstjórnin látið hjá líða að bregðast við og leyft þróuninni að halda áfram óátalinni. Það er ekkert náttúrulögmál að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við þessa stöðu. Enn er hægt að snúa þessari þróun við, og þar kæmi Miðflokkurinn sterkur inn. Það myndi muna verulega um Miðflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun