Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar 11. desember 2025 15:31 Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga. Íslenskur fasteignalánamarkaður er neytendum flókinn, en líklega er stærsta spurningin sem tilvonandi lántakar standa frammi fyrir hvort þeir kjósa verðtryggt eða óverðtryggt lán. Það sem helst skilur að Vaxtamálin tvö sem Hæstiréttur hefur þegar dæmt í er að í tilviki Íslandsbanka giltu lög um fasteignalán til neytenda, en lögin tóku gildi þann 1. apríl 2017. Í málinu gegn Arion banka giltu aftur á móti lög um neytendalán sem jafnframt áttu við um fasteignir áður en áðurgreind sérlög tóku gildi. Með það fyrir augum að fá sem skýrasta mynd af réttarstöðunni ákváðu Neytendasamtökin að láta reyna á rétt neytenda gagnvart bönkunum, hvort tveggja vegna lána sem voru tekin fyrir og eftir gildistöku nýju laganna. Þannig völdu samtökin ólík lán, verðtryggð sem óverðtryggð, tekin fyrir gildistöku nýju laganna. Í eldri lögunum, sem giltu í málinu gegn Arion banka, var tiltekið að í lánasamningi skyldi koma fram á „skýran og hnitmiðaðan hátt“ hvernig vaxtaákvarðanir væru teknar. Í núgildandi lögum um fasteignalán eru gerðar mun afdráttarlausari kröfur en þar segir að viðmið vaxtaákvarðana skuli vera „skýr, aðgengileg, hlutlæg og unnt að sannreyna.“ Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu með dómi í Vaxtamálinu gegn Íslandsbanka (nr. 55/2024) þann 14. október sl. að skilmálar Íslandsbanka hefðu bæði brotið gegn lögum um lánveitingar til neytenda og verið ósanngjarnir. Það lán hafði verið veitt eftir gildistöku nýju laganna. Málið gegn Arion banka sneri hins vegar að láni sem var tekið í gildistíma eldri laga og í því komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skilmáli Arion banka hafi verið sanngjarn þar sem „lántaki ætti þess jafnan kost að endurfjármagna lán á virkum markaði…“ Þá var það niðurstaða Hæstaréttar að eftirfarandi skilmáli væri skýr og hnitmiðaður með hliðsjón af þágildandi lögum: „Við ákvarðanir á breytilegum vöxtum íbúðalána Arion banka er horft til breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðalánasjóði, bönkum og fjármálastofnunum á Íslandi, ríkissjóði Íslands eða sveitarfélögum, breytinga á fjármögnunarkostnaði, rekstrarkostnaði, smásöluálagningu bankans og álagningu bankans vegna útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans ræðst annars vegar af arðsemiskröfu eigin fjár og hins vegar af kostnaði við aðra fjármögnun bankans. Hlutfallið milli þessara tveggja þátta er breytilegt og ræðst meðal annars af ákvörðunum opinberra yfirvalda. Fjármögnunarkostnaður er metinn á vaxtaákvörðunardegi. Með rekstrarkostnaði er átt við rekstrarkostnað bankans eins og er hann áætlaður fram í tímann á vaxtaákvörðunardegi, miðað við síðasta uppgjör bankans. Með smásöluálagningu er átt við álagningu bankans eins og markaðsaðstæður gefa tilefni til. Með álagningu vegna útlánaáhættu er átt við mat bankans á framtíðargreiðslufalli og mat á tjóni bankans vegna framtíðargreiðslufalls sambærilegra og/eða hliðstæðra lána, sem byggir meðal annars á fyrri reynslu bankans. Vaxtabreytingardagar eru um mánaðamót, en vaxtabreytingar eru að jafnaði tilkynntar með 30 daga fyrirvara. Áskilur bankinn sér rétt til að breyta vöxtum með skemmri fyrirvara, að því marki sem slíkar breytingar leiða af þáttum sem bankinn hefur ekki stjórn á. Samkvæmt ofangreindu verða vextir lánsins ávallt í samræmi við þá vexti sem gilda gagnvart nýjum sambærilegum og/eða hliðstæðum lánum. Þegar grunnvextir lánsins eru ákveðnir eru þeir þættir sem mynda vextina metnir sjálfstætt. Í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort aðstæður gefi tilefni til breytinga á vöxtunum. Getur breyting hvers þáttar um sig gefið tilefni til breytinga á vöxtunum.“ Skilmálinn er vissulega ítarlegur og telur upp um 20 mismunandi atriði sem bankinn getur „horft til“. En að mati Neytendasamtakanna er hann hins vegar óskýr og auk þess hlaðinn sérfræðihugtökum sem eru neytendum illskiljanleg og loðin. Þá er hvergi er tekið fram hvert sé vægi þátta við ákvörðun um vaxtabreytingar eða hvernig skuli „horft“ á þá. En ekki tjáir að deila við dómarann, hvað þá dómara Hæstaréttar. Mikilvægt er að halda til haga að niðurstaða nýfallins dóms í máli Arion banka hefur einkum fordæmisgildi að því er varðar fasteignalán, með samskonar skilmála, sem tekið er fyrir 1. apríl 2017. Skýrt fordæmi Vaxtamálsins gegn Íslandsbanka stendur enn óhaggað og fasteignalánalögin frá 2017 veita lántökum verulega ríkari rétt, eins og dómurinn sýnir. Hæstiréttur á eftir að kveða upp dóm í tveimur Vaxtamálum, bæði gegn Landsbankanum. Annað þeirra snýr að óverðtryggðu fasteignaláni -uppgreiddu- sem var tekið í gildistíð núgildandi laga og mun vonandi veita svör um endurkröfurétt neytenda. Hitt málið snýst um verðtryggt skuldabréfalán tekið árið 2006. Málin voru flutt í Hæstarétti 3. og 8. desember sl., og er dóma að vænta öðru hvorum megin við áramót. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Vaxtamálið Lánamál Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga. Íslenskur fasteignalánamarkaður er neytendum flókinn, en líklega er stærsta spurningin sem tilvonandi lántakar standa frammi fyrir hvort þeir kjósa verðtryggt eða óverðtryggt lán. Það sem helst skilur að Vaxtamálin tvö sem Hæstiréttur hefur þegar dæmt í er að í tilviki Íslandsbanka giltu lög um fasteignalán til neytenda, en lögin tóku gildi þann 1. apríl 2017. Í málinu gegn Arion banka giltu aftur á móti lög um neytendalán sem jafnframt áttu við um fasteignir áður en áðurgreind sérlög tóku gildi. Með það fyrir augum að fá sem skýrasta mynd af réttarstöðunni ákváðu Neytendasamtökin að láta reyna á rétt neytenda gagnvart bönkunum, hvort tveggja vegna lána sem voru tekin fyrir og eftir gildistöku nýju laganna. Þannig völdu samtökin ólík lán, verðtryggð sem óverðtryggð, tekin fyrir gildistöku nýju laganna. Í eldri lögunum, sem giltu í málinu gegn Arion banka, var tiltekið að í lánasamningi skyldi koma fram á „skýran og hnitmiðaðan hátt“ hvernig vaxtaákvarðanir væru teknar. Í núgildandi lögum um fasteignalán eru gerðar mun afdráttarlausari kröfur en þar segir að viðmið vaxtaákvarðana skuli vera „skýr, aðgengileg, hlutlæg og unnt að sannreyna.“ Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu með dómi í Vaxtamálinu gegn Íslandsbanka (nr. 55/2024) þann 14. október sl. að skilmálar Íslandsbanka hefðu bæði brotið gegn lögum um lánveitingar til neytenda og verið ósanngjarnir. Það lán hafði verið veitt eftir gildistöku nýju laganna. Málið gegn Arion banka sneri hins vegar að láni sem var tekið í gildistíma eldri laga og í því komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skilmáli Arion banka hafi verið sanngjarn þar sem „lántaki ætti þess jafnan kost að endurfjármagna lán á virkum markaði…“ Þá var það niðurstaða Hæstaréttar að eftirfarandi skilmáli væri skýr og hnitmiðaður með hliðsjón af þágildandi lögum: „Við ákvarðanir á breytilegum vöxtum íbúðalána Arion banka er horft til breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðalánasjóði, bönkum og fjármálastofnunum á Íslandi, ríkissjóði Íslands eða sveitarfélögum, breytinga á fjármögnunarkostnaði, rekstrarkostnaði, smásöluálagningu bankans og álagningu bankans vegna útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans ræðst annars vegar af arðsemiskröfu eigin fjár og hins vegar af kostnaði við aðra fjármögnun bankans. Hlutfallið milli þessara tveggja þátta er breytilegt og ræðst meðal annars af ákvörðunum opinberra yfirvalda. Fjármögnunarkostnaður er metinn á vaxtaákvörðunardegi. Með rekstrarkostnaði er átt við rekstrarkostnað bankans eins og er hann áætlaður fram í tímann á vaxtaákvörðunardegi, miðað við síðasta uppgjör bankans. Með smásöluálagningu er átt við álagningu bankans eins og markaðsaðstæður gefa tilefni til. Með álagningu vegna útlánaáhættu er átt við mat bankans á framtíðargreiðslufalli og mat á tjóni bankans vegna framtíðargreiðslufalls sambærilegra og/eða hliðstæðra lána, sem byggir meðal annars á fyrri reynslu bankans. Vaxtabreytingardagar eru um mánaðamót, en vaxtabreytingar eru að jafnaði tilkynntar með 30 daga fyrirvara. Áskilur bankinn sér rétt til að breyta vöxtum með skemmri fyrirvara, að því marki sem slíkar breytingar leiða af þáttum sem bankinn hefur ekki stjórn á. Samkvæmt ofangreindu verða vextir lánsins ávallt í samræmi við þá vexti sem gilda gagnvart nýjum sambærilegum og/eða hliðstæðum lánum. Þegar grunnvextir lánsins eru ákveðnir eru þeir þættir sem mynda vextina metnir sjálfstætt. Í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort aðstæður gefi tilefni til breytinga á vöxtunum. Getur breyting hvers þáttar um sig gefið tilefni til breytinga á vöxtunum.“ Skilmálinn er vissulega ítarlegur og telur upp um 20 mismunandi atriði sem bankinn getur „horft til“. En að mati Neytendasamtakanna er hann hins vegar óskýr og auk þess hlaðinn sérfræðihugtökum sem eru neytendum illskiljanleg og loðin. Þá er hvergi er tekið fram hvert sé vægi þátta við ákvörðun um vaxtabreytingar eða hvernig skuli „horft“ á þá. En ekki tjáir að deila við dómarann, hvað þá dómara Hæstaréttar. Mikilvægt er að halda til haga að niðurstaða nýfallins dóms í máli Arion banka hefur einkum fordæmisgildi að því er varðar fasteignalán, með samskonar skilmála, sem tekið er fyrir 1. apríl 2017. Skýrt fordæmi Vaxtamálsins gegn Íslandsbanka stendur enn óhaggað og fasteignalánalögin frá 2017 veita lántökum verulega ríkari rétt, eins og dómurinn sýnir. Hæstiréttur á eftir að kveða upp dóm í tveimur Vaxtamálum, bæði gegn Landsbankanum. Annað þeirra snýr að óverðtryggðu fasteignaláni -uppgreiddu- sem var tekið í gildistíð núgildandi laga og mun vonandi veita svör um endurkröfurétt neytenda. Hitt málið snýst um verðtryggt skuldabréfalán tekið árið 2006. Málin voru flutt í Hæstarétti 3. og 8. desember sl., og er dóma að vænta öðru hvorum megin við áramót. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun