Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 11. desember 2025 11:02 Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun