Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 11. desember 2025 11:02 Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun