Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 11:01 Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast. Í stað þess að taka á rót vandans virðist kerfið þróast í þá átt að tryggingafélög greiða út bætur. Þetta hljómar kannski sem lausn, en í raun er það bara tilfærsla á kostnaði: iðgjöld hækka, og við öll borgum fyrir afbrot þeirra sem brjótast inn og ræna okkur. Þessi þróun hefur líka skapað heila starfsgrein í öryggismálum. Við kaupum fyrir talsverðar upphæðir öryggiskerfi, læsingar og öryggisþjónustu – allt til að verja okkur gegn þjófum. En af hverju erum við að verja okkur í stað þess að samfélagið takist á við vandamálin? Af hverju er ekki meiri áhersla á að stöðva þjófnaðinn fremur en að gera hann að kostnaðarliði á samfélaginu. Lögreglan virðist ekki hafa mannafla né úrræði til að bregðast við. Hvaða skilaboð erum við að senda út þegar það er vitað að lögreglan getur ekki sinnt sínu hlutverki? Þeir sem brotist er inn hjá þurfa yfirleitt í kjölfarið að leggja í talsverða vinnu við að bæði að finna þjófinn sjálf og sanna eignarhald sitt á eigin dóti. Oft virðast þetta vera sömu aðilarnir sem ítrekað fara inn og Lögreglan þekkir en þjófar virðast hafa meiri rétt en fórnarlömbin. Við greiðum fyrir tjónið, við greiðum fyrir meira öryggi, og við greiðum hærri iðgjöld trygginga. Þjófarnir sleppa og halda sinni iðju áfram. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Lausnin er ekki fleiri myndavélar eða dýrari tryggingar. Lausnin er að endurhugsa forgangsröðun í löggæslu og hækka refsingar við þjófnaði. Þjófnaður á ekki að vera kostnaðarliður í samfélaginu. Höfundur er byggingafræðingur og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast. Í stað þess að taka á rót vandans virðist kerfið þróast í þá átt að tryggingafélög greiða út bætur. Þetta hljómar kannski sem lausn, en í raun er það bara tilfærsla á kostnaði: iðgjöld hækka, og við öll borgum fyrir afbrot þeirra sem brjótast inn og ræna okkur. Þessi þróun hefur líka skapað heila starfsgrein í öryggismálum. Við kaupum fyrir talsverðar upphæðir öryggiskerfi, læsingar og öryggisþjónustu – allt til að verja okkur gegn þjófum. En af hverju erum við að verja okkur í stað þess að samfélagið takist á við vandamálin? Af hverju er ekki meiri áhersla á að stöðva þjófnaðinn fremur en að gera hann að kostnaðarliði á samfélaginu. Lögreglan virðist ekki hafa mannafla né úrræði til að bregðast við. Hvaða skilaboð erum við að senda út þegar það er vitað að lögreglan getur ekki sinnt sínu hlutverki? Þeir sem brotist er inn hjá þurfa yfirleitt í kjölfarið að leggja í talsverða vinnu við að bæði að finna þjófinn sjálf og sanna eignarhald sitt á eigin dóti. Oft virðast þetta vera sömu aðilarnir sem ítrekað fara inn og Lögreglan þekkir en þjófar virðast hafa meiri rétt en fórnarlömbin. Við greiðum fyrir tjónið, við greiðum fyrir meira öryggi, og við greiðum hærri iðgjöld trygginga. Þjófarnir sleppa og halda sinni iðju áfram. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Lausnin er ekki fleiri myndavélar eða dýrari tryggingar. Lausnin er að endurhugsa forgangsröðun í löggæslu og hækka refsingar við þjófnaði. Þjófnaður á ekki að vera kostnaðarliður í samfélaginu. Höfundur er byggingafræðingur og húsbyggjandi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar