Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 11:01 Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast. Í stað þess að taka á rót vandans virðist kerfið þróast í þá átt að tryggingafélög greiða út bætur. Þetta hljómar kannski sem lausn, en í raun er það bara tilfærsla á kostnaði: iðgjöld hækka, og við öll borgum fyrir afbrot þeirra sem brjótast inn og ræna okkur. Þessi þróun hefur líka skapað heila starfsgrein í öryggismálum. Við kaupum fyrir talsverðar upphæðir öryggiskerfi, læsingar og öryggisþjónustu – allt til að verja okkur gegn þjófum. En af hverju erum við að verja okkur í stað þess að samfélagið takist á við vandamálin? Af hverju er ekki meiri áhersla á að stöðva þjófnaðinn fremur en að gera hann að kostnaðarliði á samfélaginu. Lögreglan virðist ekki hafa mannafla né úrræði til að bregðast við. Hvaða skilaboð erum við að senda út þegar það er vitað að lögreglan getur ekki sinnt sínu hlutverki? Þeir sem brotist er inn hjá þurfa yfirleitt í kjölfarið að leggja í talsverða vinnu við að bæði að finna þjófinn sjálf og sanna eignarhald sitt á eigin dóti. Oft virðast þetta vera sömu aðilarnir sem ítrekað fara inn og Lögreglan þekkir en þjófar virðast hafa meiri rétt en fórnarlömbin. Við greiðum fyrir tjónið, við greiðum fyrir meira öryggi, og við greiðum hærri iðgjöld trygginga. Þjófarnir sleppa og halda sinni iðju áfram. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Lausnin er ekki fleiri myndavélar eða dýrari tryggingar. Lausnin er að endurhugsa forgangsröðun í löggæslu og hækka refsingar við þjófnaði. Þjófnaður á ekki að vera kostnaðarliður í samfélaginu. Höfundur er byggingafræðingur og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast. Í stað þess að taka á rót vandans virðist kerfið þróast í þá átt að tryggingafélög greiða út bætur. Þetta hljómar kannski sem lausn, en í raun er það bara tilfærsla á kostnaði: iðgjöld hækka, og við öll borgum fyrir afbrot þeirra sem brjótast inn og ræna okkur. Þessi þróun hefur líka skapað heila starfsgrein í öryggismálum. Við kaupum fyrir talsverðar upphæðir öryggiskerfi, læsingar og öryggisþjónustu – allt til að verja okkur gegn þjófum. En af hverju erum við að verja okkur í stað þess að samfélagið takist á við vandamálin? Af hverju er ekki meiri áhersla á að stöðva þjófnaðinn fremur en að gera hann að kostnaðarliði á samfélaginu. Lögreglan virðist ekki hafa mannafla né úrræði til að bregðast við. Hvaða skilaboð erum við að senda út þegar það er vitað að lögreglan getur ekki sinnt sínu hlutverki? Þeir sem brotist er inn hjá þurfa yfirleitt í kjölfarið að leggja í talsverða vinnu við að bæði að finna þjófinn sjálf og sanna eignarhald sitt á eigin dóti. Oft virðast þetta vera sömu aðilarnir sem ítrekað fara inn og Lögreglan þekkir en þjófar virðast hafa meiri rétt en fórnarlömbin. Við greiðum fyrir tjónið, við greiðum fyrir meira öryggi, og við greiðum hærri iðgjöld trygginga. Þjófarnir sleppa og halda sinni iðju áfram. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa. Lausnin er ekki fleiri myndavélar eða dýrari tryggingar. Lausnin er að endurhugsa forgangsröðun í löggæslu og hækka refsingar við þjófnaði. Þjófnaður á ekki að vera kostnaðarliður í samfélaginu. Höfundur er byggingafræðingur og húsbyggjandi.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar