Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 4. desember 2025 07:01 Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun