
Höfundar- og hugverkaréttur

Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda?
Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar.

Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun
Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision.

Krefur Disney um tíu milljarða dala
Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana.

Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning
Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna.

Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni
Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Ásýnd spillingar
Þetta Kynnisferða/ICELANDIA mál lítur ekki fallega út í baksýnisspeglinum. Kynnisferðir hafa gert það glimrandi gott í rúmlega tvö ár undir fölsku firmaheiti ICELANDIA. Fyrirtækið hefur fjárfest tugi milljóna til langframa í markaðsetningu erlendis undir þessu heiti og gengið vel þessi 2 ár. Þénustan er yfir 10 milljarðar í veltu og hagnaður ársins 1,3 milljarðar. Auk þess keypti Kynnisferðir hf 260 þús kr hlutafé af eigendum sínum fyrir 400 milljónir. Húrra fyrir þeim!

Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun
Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika.

Ég á ‘etta, ég má ‘etta
Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því.

Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix
Guðmundur Reynaldsson verið ráðinn til Carbfix þar sem hann mun bera ábyrgð á hugverkum fyrirtækisins.

Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn
Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum.

Lætur reyna á minningargreinamálið
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar.

Loksins alvöru skaðabætur?
Það hefur lengi verið svo að þær bætur sem dómstólar hafa dæmt í málum sem höfðuð hafa verið vegna brota á hugverkaréttindum hafa verið lágar. Oft og tíðum það lágar að setja hefur mátt spurningamerki við það hvort þau varnaðaráhrif sem þessu réttarúrræði er ætlað að ná hafi í raun verið virk.

Skattahvatar „mikilvægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hugverkaiðnað
Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum.

Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.

Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka
Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna.

Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál
Kristján Hreinsson skáld sem kenndur hefur verið við Skerjafjörðinn segir það gersamlega óásættanlegt að hending úr hans höfundarverki sé notuð sem einskonar slagorð fyrir vindmylluuppbyggingu.

Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa
Rúm þrjátíu prósent Íslendinga nota ólöglega sjónvarpsþjónustu. Forstjóri norrænna samtaka um hugverkavernd segir söluhagnað af ólöglega streyminu meðal annars fara í að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi eins og vændi, fíknefnasölu og smygl.

Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka
Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega.

Biður kvikmyndagerðarmanninn afsökunar
Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið Bjarka Jóhannsson kvikmyndagerðarmann afsökunar á „mannlegum mistökum“ sem urðu til þess að myndefni úr hans smiðju var notað í leyfisleysi.

Beint streymi: Uppfinningar og einkaleyfi
Viðburður Hugverkastofunnar, Kerecis og SI fer fram í hádeginu í dag. Á honum er fjallað um uppfinningar og einkaleyfi.

„Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku“
Afadagur, fjögurra daga vinnuvika og skipulögð glæpastarfsemi er rædd í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur sem er búsett í Hollandi.

Helmingur Íslendinga sáttur við falsanir og eftirlíkingar
Tæplega helmingi Íslendinga finnst stundum í lagi að kaupa falsaðar vörur og eftirlíkingar. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu fyrir Hugverkastofu. Níu prósent landsmanna hafa keypt falsanir eða eftirlíkingar síðastliðna 12 mánuði, mest á erlendum vefsíðum. Karlar kaupa mest falsaða merkjavöru og íþróttaföt en konur gleraugu og skartgripi.

Góð kaup - en á kostnað hvers ?
Verslun með falsaðan varning kostar hönnuði, nýsköpunarstarfsemi og samfélagið allt gríðarlega fjármuni. Svo ekki sé minnst á störf sem glatast og heilsu fólks sem stefnt er í hættu. Allt til styrktar skipulagðri glæpastarfsemi.

Segir af sér vegna ritstuldar
Norski heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst um ritstuld í tengslum við vinnslu á meistararitgerð hennar í heilbrigðisstjórnun frá árinu 2021.

Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli
Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar.

Pizzan reynir að eigna sér Megaviku Domino's
Leyfi Domino‘s á Íslandi á vörumerkinu Megaviku rann út í fyrra og sótti fyrirtækið ekki um endurnýjun á tilsettum tíma. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, sá sér leik á borði og sótti um skráningu á vörumerkinu í gegnum hlutafélagið Kjútís. Ekki er enn komin niðurstaða í málið.

ICELANDIA í fullum rétti
Nýlega úrskurðaði Hugverkastofan í tveimur málum er varða vörumerkið ICELANDIA.

„Lúðurklúður” í boði Kynnisferða hf.
Í vikubyrjun vaknaði ég við símtal frá félaga mínum sem starfar í auglýsingabransanum: „Til hamingju Jón með tilnefninguna! Lúðurinn maður! Frábært hjá þér ”

Mikil líkindi með lögum Heru og Demi Lovato
Ekki væri neitt Eurovision án þess að fram komi ásakanir um lagastuld. Nú er lagið Við förum hærra sem Hera Björk syngur í skotlínunni.

Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli
Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music.