Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2026 06:47 Bríet og Pálmi unnu saman í fjölmörg ár áður en það flosnaði upp úr samstarfinu. Samsett Tónlistarfólkið Bríet Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson hafa stefnt hvort öðru fyrir dómstólum. Heimildir Vísis herma að málaferlin snúist um höfundarrétt. Bríet og Pálmi, lagahöfundur og pródúsent, hófu samstarf sitt árið 2018 þegar Bríet gaf út sína fyrstu smáskífu, 22.03.99. Á þeim fjórum árum sem Bríet og Pálmi unnu saman að tónlist gáfu þau út átján lög sem þau sömdu í sameiningu. Þar á meðal eru flestöll lögin á plötunni Kveðja, Bríet og vinsælasta lag hennar, Esjan. Samstarf þeirra hélt áfram til ársins 2022 en síðasta lagið sem þau eru skráð bæði fyrir er lagið Flugdreki. Lögin sem þau sömdu saman eru öll skráð af tónlistarútgáfunni Alda Music á Spotify en nýrri lög Bríetar af henni sjálfri. Heimildir Vísis herma að þau hafi nú stefnt hvort öðru fyrir dómstólum. Málið hefur verið tekið fyrir einu sinni af dómstólnum og er önnur fyrirtaka á dagskrá í febrúar. Um er að ræða ósætti sem varðar höfundarrétt áðurnefndra laga. Bæði tekið þátt í Áramótaskaupinu Bríet er ein frægasta söngkona landsins og gaf út sitt fyrsta lag árið 2018. Hún steig hratt upp í stjörnuhiminn og vakti mikla athygli fyrir lagið Esjan og plötuna Kveðja, Bríet þar sem hún syngur um ástarsorg. Bríet var dómari í söngvakeppninni Idol og söng lokalag Áramótaskaupsins árið 2024. Pálmi Ragnar hefur unnið að tónlist frá því hann var í menntaskóla en gerði það að fullu starfi árið 2016. Hann var einn þriggja meðlima í upptökuteyminu StopWaitGo auk bróður síns Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Þríeykið samdi til að mynda lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2015. Pálmi og Ásgeir eru einnig meðal höfunda að lokalagi Áramótaskaupsins árið 2025. Pálmi Ragnar vildi ekki tjá sig um málið. Fréttastofa hefur ekki náð í Bríeti. Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tónlist Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Sólarströnd norðurhjarans Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Bríet og Pálmi, lagahöfundur og pródúsent, hófu samstarf sitt árið 2018 þegar Bríet gaf út sína fyrstu smáskífu, 22.03.99. Á þeim fjórum árum sem Bríet og Pálmi unnu saman að tónlist gáfu þau út átján lög sem þau sömdu í sameiningu. Þar á meðal eru flestöll lögin á plötunni Kveðja, Bríet og vinsælasta lag hennar, Esjan. Samstarf þeirra hélt áfram til ársins 2022 en síðasta lagið sem þau eru skráð bæði fyrir er lagið Flugdreki. Lögin sem þau sömdu saman eru öll skráð af tónlistarútgáfunni Alda Music á Spotify en nýrri lög Bríetar af henni sjálfri. Heimildir Vísis herma að þau hafi nú stefnt hvort öðru fyrir dómstólum. Málið hefur verið tekið fyrir einu sinni af dómstólnum og er önnur fyrirtaka á dagskrá í febrúar. Um er að ræða ósætti sem varðar höfundarrétt áðurnefndra laga. Bæði tekið þátt í Áramótaskaupinu Bríet er ein frægasta söngkona landsins og gaf út sitt fyrsta lag árið 2018. Hún steig hratt upp í stjörnuhiminn og vakti mikla athygli fyrir lagið Esjan og plötuna Kveðja, Bríet þar sem hún syngur um ástarsorg. Bríet var dómari í söngvakeppninni Idol og söng lokalag Áramótaskaupsins árið 2024. Pálmi Ragnar hefur unnið að tónlist frá því hann var í menntaskóla en gerði það að fullu starfi árið 2016. Hann var einn þriggja meðlima í upptökuteyminu StopWaitGo auk bróður síns Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Þríeykið samdi til að mynda lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2015. Pálmi og Ásgeir eru einnig meðal höfunda að lokalagi Áramótaskaupsins árið 2025. Pálmi Ragnar vildi ekki tjá sig um málið. Fréttastofa hefur ekki náð í Bríeti.
Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tónlist Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Sólarströnd norðurhjarans Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira