Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 2. desember 2025 10:00 Meirihluti fjárlaganefndar gerði margar jákvæðar breytingar í meðförum sínum á fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Framlög til margs konar verkefna sem varða heilbrigðis- og félagsþjónustu ýmis konar hækka verulega sem og til verkefna sem ætlað er að styðja við ýmsa starfsemi á landsbyggðinni. Heilbrigðisþjónusta og meðferðarstofnanir Landsspítalinn fær viðbótarfjárveitingar. Þar er um að ræða 408 milljónir vegna nýs aðgerðarþjarka og 994 milljónir vegna tækjakaupa í nýbyggingu við endurhæfinguna á Grensás. Heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni er sömuleiðis efld með 207 milljóna króna tímabundnu viðbótarframlagi. Það er hugsað til eflingar sjúkraflutninga og menntunar sjúkraflutningafólks, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í neyðarþjónustu í dreifbýli. Aukið er verulega í framlög til eflingar meðferðarúrræða með tímabundinu viðbótarframlagi upp á 344,5 milljónir króna. Markmiðið er að viðhalda og auka uppbyggingu meðferðarúrræða við fíknivanda. Einkum til að auka dag- og göngudeildarþjónustu SÁÁ og gerð samninga við samtökin um meðferð vegna spilafíknar og sálfræðiþjónustu við börn. Framlagið nýtist einnig til áframhaldi styrkingar annarra meðferðarstofnana, eins Krýsuvíkursamtakanna og Hlaðgerðarkots. Framlagið er þannig eyrnamerktir þessum þremur meðferðarúrræðum. Það ætti að tryggja nægjanlegt rekstrarframlag á næsta ári samanber umsóknir til fjárlaganefndar og samkvæmt mati ráðuneytis á áætlaðri umfram fjárþörf. Ljósið og fleiri endurhæfingarstofnanir Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til tímabundið viðbótarframlag upp á um 700 milljónir króna til endurhæfingarstofnana. Þetta framlag deilist niður á Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin og Reykjalund. Þessir fjármunir eru eyrnamerktir þessum aðilum og eiga að tryggja nægjanlegt rekstrarframlag á næsta ári. Sveitarfélögin Í nefndaráliti meirihlutans er lagt til 400 milljón króna framlag til að styrkja verkefni í sóknaráætlunum sveitarfélaga. Þessum áætlunum er ætlað að styðja við ýmis smærri verkefni. Sótt var um fjármögnun fjölmargra þessarra verefna til fjárlaganefndar en meirihluti nefndarinnar telur eðlilegra að verkefnin séu metin í héraði fremur en af fjárlaganefnd að fengnum umsögnum ráðuneyta. Nefndin leggur einnig til tímabundið framlag upp á 35 milljónir króna til að styrkja atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni. Þetta framlag hafði verið fellt niður í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram. Jöfnun örorkubyrgði lífeyrissjóða Undanfarið hefur mikið verið rætt hvað lífeyrisgreiðslur til þeirra sem glíma við örorku leggist misþungt á einstaka lífeyrissjóði, sérstaklega á sjóði með hátt hlutfall félagsfólks sem unnið hefur erfiðisvinnu. Þetta var meðal annars rætt í tengslum við frumvarp félags- og húnsæðismálaráðherra vegna hækkunar greiðslna almannatrygginga með tengingu þeirra við launavísitölu til að vinna á gliðnun á milli lægstu launa og greiðslna almannatryggina. Til að mæta þessu leggur meirihluti fjárlaganefndar til að 4.900 milljónir fari til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða. Þeir ættu því ekki að þurfa að skerða greiðslur sínar eins og sumir þeirra höfðu boðað. Öryggis- og meðferðarstofnanir Þá leggur nefndin til að á næsta ári fari tveir milljarðar króna til uppbyggingar nýrrar öryggisvistunar á Hólmseiði. Þarna er um að ræða málaflokk sem verið hefur á hrakhólum í fjölda ára. Þannig hafa engin vistunarúrræði verið til staðar fyrir einstaklinga sem brjóta af sér en eiga ekki heima í hefðbundnum fangelsum vegna geðheilsu sinnar. Félags- og húsnæðismálaráðherra skrifaði nýlega undir samkomulag við borgarstjóra um lóð á Hólmsheiði fyrir húsnæði nýrrar öryggisvistunarstofnunar. Þá renna 40 milljón króna stuðning við Afstöðu hagsmunasamtaka fanga. Nefndin leggur einnig til 1.057 milljón króna viðbótarframlag til Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) vegna endurbóta og uppbyggingar á húsnæði Stuðla eftir hörmulegt dauðsfall í bruna þar haustið 2024. Hækkunin kemur til móts við áætlaðan kostnað vegna endurbóta og uppbyggingar á húsnæði Stuðla. Þá verða framlög til Þolendamiðstöðva og annara samtaka hækkuð um 120 milljónir. Framlögin deilast niður á Sigurhæðir, Bjarmahlíð, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp. Sóknargjöld Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 126,3 milljóna króna tímabundið framlag til sóknargjalda. Tillagan byggir að tillögu meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um að krónutala sóknargjalda lækki ekki milli ára og verði óbreytt á næsta ári. Framlagið skiptir sérstaklega miklu máli á landsbyggðinni þar sem kirkjur gegna einnig oft mikilvægu félagslegu hlutverki. Þróun nýrra áfangastaða á landsbyggðinni Það er einnig sérstaklega horft til landsbyggðarinnar með tímabundnu 100 milljón króna framlagi í flugþróunarsjóðs. Sjóðurinn vinnur að því að styðja uppbyggingu nýrra flugleiða og koma á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Til þess að sækja ný verkefni og að styrkja ferðaþjónustu á Norðausturlandi, heilsárs ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna um allt land er mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn. Neytendavernd á leigumarkaði Neytendasamtökin fá einnig 50 milljónir í tímabundið framlag til styrkja aðstoð við leigjendur. Þannig verður hægt að fjölga stöðugildum og efla upplýsingagjöf til leigjenda. Þetta er mikilvægt verkefni til að tryggja aukna réttarvernd leigjenda. Efling á íslenskukennslu Þá er veitt tímabundið 254 milljónum króna til að styrkja stoðir og umgjörð íslenskukennslu til framtíðar, bæði með auknu umfangi og meiri gæðum. Sömuleiðis fær bókasafnssjóður höfunda tímabundið viðbótarframlag upp á 80 milljónir króna. Þetta styður einnig við áherslur nefndarinnar um eflingu íslenskunnar. En framlög til sjóðsins hafa staðið í stað síðustu ár. Ungmennastarf Gerð er tillaga um tímabundið aukið framlag upp á 100 milljónir króna til ferðasjóðs íþróttafélaga. Verkefnið eykur jöfnuð og styður við börn og fjölskyldur þeirra til að fara á íþróttamót. Þá fara fimmtíu milljónir króna til starfsemi KFUM og K. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar gerði margar jákvæðar breytingar í meðförum sínum á fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Framlög til margs konar verkefna sem varða heilbrigðis- og félagsþjónustu ýmis konar hækka verulega sem og til verkefna sem ætlað er að styðja við ýmsa starfsemi á landsbyggðinni. Heilbrigðisþjónusta og meðferðarstofnanir Landsspítalinn fær viðbótarfjárveitingar. Þar er um að ræða 408 milljónir vegna nýs aðgerðarþjarka og 994 milljónir vegna tækjakaupa í nýbyggingu við endurhæfinguna á Grensás. Heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni er sömuleiðis efld með 207 milljóna króna tímabundnu viðbótarframlagi. Það er hugsað til eflingar sjúkraflutninga og menntunar sjúkraflutningafólks, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í neyðarþjónustu í dreifbýli. Aukið er verulega í framlög til eflingar meðferðarúrræða með tímabundinu viðbótarframlagi upp á 344,5 milljónir króna. Markmiðið er að viðhalda og auka uppbyggingu meðferðarúrræða við fíknivanda. Einkum til að auka dag- og göngudeildarþjónustu SÁÁ og gerð samninga við samtökin um meðferð vegna spilafíknar og sálfræðiþjónustu við börn. Framlagið nýtist einnig til áframhaldi styrkingar annarra meðferðarstofnana, eins Krýsuvíkursamtakanna og Hlaðgerðarkots. Framlagið er þannig eyrnamerktir þessum þremur meðferðarúrræðum. Það ætti að tryggja nægjanlegt rekstrarframlag á næsta ári samanber umsóknir til fjárlaganefndar og samkvæmt mati ráðuneytis á áætlaðri umfram fjárþörf. Ljósið og fleiri endurhæfingarstofnanir Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til tímabundið viðbótarframlag upp á um 700 milljónir króna til endurhæfingarstofnana. Þetta framlag deilist niður á Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin og Reykjalund. Þessir fjármunir eru eyrnamerktir þessum aðilum og eiga að tryggja nægjanlegt rekstrarframlag á næsta ári. Sveitarfélögin Í nefndaráliti meirihlutans er lagt til 400 milljón króna framlag til að styrkja verkefni í sóknaráætlunum sveitarfélaga. Þessum áætlunum er ætlað að styðja við ýmis smærri verkefni. Sótt var um fjármögnun fjölmargra þessarra verefna til fjárlaganefndar en meirihluti nefndarinnar telur eðlilegra að verkefnin séu metin í héraði fremur en af fjárlaganefnd að fengnum umsögnum ráðuneyta. Nefndin leggur einnig til tímabundið framlag upp á 35 milljónir króna til að styrkja atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni. Þetta framlag hafði verið fellt niður í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram. Jöfnun örorkubyrgði lífeyrissjóða Undanfarið hefur mikið verið rætt hvað lífeyrisgreiðslur til þeirra sem glíma við örorku leggist misþungt á einstaka lífeyrissjóði, sérstaklega á sjóði með hátt hlutfall félagsfólks sem unnið hefur erfiðisvinnu. Þetta var meðal annars rætt í tengslum við frumvarp félags- og húnsæðismálaráðherra vegna hækkunar greiðslna almannatrygginga með tengingu þeirra við launavísitölu til að vinna á gliðnun á milli lægstu launa og greiðslna almannatryggina. Til að mæta þessu leggur meirihluti fjárlaganefndar til að 4.900 milljónir fari til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða. Þeir ættu því ekki að þurfa að skerða greiðslur sínar eins og sumir þeirra höfðu boðað. Öryggis- og meðferðarstofnanir Þá leggur nefndin til að á næsta ári fari tveir milljarðar króna til uppbyggingar nýrrar öryggisvistunar á Hólmseiði. Þarna er um að ræða málaflokk sem verið hefur á hrakhólum í fjölda ára. Þannig hafa engin vistunarúrræði verið til staðar fyrir einstaklinga sem brjóta af sér en eiga ekki heima í hefðbundnum fangelsum vegna geðheilsu sinnar. Félags- og húsnæðismálaráðherra skrifaði nýlega undir samkomulag við borgarstjóra um lóð á Hólmsheiði fyrir húsnæði nýrrar öryggisvistunarstofnunar. Þá renna 40 milljón króna stuðning við Afstöðu hagsmunasamtaka fanga. Nefndin leggur einnig til 1.057 milljón króna viðbótarframlag til Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) vegna endurbóta og uppbyggingar á húsnæði Stuðla eftir hörmulegt dauðsfall í bruna þar haustið 2024. Hækkunin kemur til móts við áætlaðan kostnað vegna endurbóta og uppbyggingar á húsnæði Stuðla. Þá verða framlög til Þolendamiðstöðva og annara samtaka hækkuð um 120 milljónir. Framlögin deilast niður á Sigurhæðir, Bjarmahlíð, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp. Sóknargjöld Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 126,3 milljóna króna tímabundið framlag til sóknargjalda. Tillagan byggir að tillögu meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar um að krónutala sóknargjalda lækki ekki milli ára og verði óbreytt á næsta ári. Framlagið skiptir sérstaklega miklu máli á landsbyggðinni þar sem kirkjur gegna einnig oft mikilvægu félagslegu hlutverki. Þróun nýrra áfangastaða á landsbyggðinni Það er einnig sérstaklega horft til landsbyggðarinnar með tímabundnu 100 milljón króna framlagi í flugþróunarsjóðs. Sjóðurinn vinnur að því að styðja uppbyggingu nýrra flugleiða og koma á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Til þess að sækja ný verkefni og að styrkja ferðaþjónustu á Norðausturlandi, heilsárs ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna um allt land er mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn. Neytendavernd á leigumarkaði Neytendasamtökin fá einnig 50 milljónir í tímabundið framlag til styrkja aðstoð við leigjendur. Þannig verður hægt að fjölga stöðugildum og efla upplýsingagjöf til leigjenda. Þetta er mikilvægt verkefni til að tryggja aukna réttarvernd leigjenda. Efling á íslenskukennslu Þá er veitt tímabundið 254 milljónum króna til að styrkja stoðir og umgjörð íslenskukennslu til framtíðar, bæði með auknu umfangi og meiri gæðum. Sömuleiðis fær bókasafnssjóður höfunda tímabundið viðbótarframlag upp á 80 milljónir króna. Þetta styður einnig við áherslur nefndarinnar um eflingu íslenskunnar. En framlög til sjóðsins hafa staðið í stað síðustu ár. Ungmennastarf Gerð er tillaga um tímabundið aukið framlag upp á 100 milljónir króna til ferðasjóðs íþróttafélaga. Verkefnið eykur jöfnuð og styður við börn og fjölskyldur þeirra til að fara á íþróttamót. Þá fara fimmtíu milljónir króna til starfsemi KFUM og K. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun