Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar 27. nóvember 2025 13:31 Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun