Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar 26. nóvember 2025 10:30 Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Víðir Reynisson Almannavarnir Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Utanríkismálanefnd hefur til meðferðar þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um stefnu í varnar- og öryggismálum sem byggð er á vinnu þingmannahóps frá því fyrr á árinu. Einnig er í vinnslu hjá nefndinni þingsályktun Ingibjargar Davíðsdóttur ofl. um að stefnan í varnar- og öryggismálum verði felld þjóðaröryggisstefnuna. Í gær var mælt fyrir frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun almannavarna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra leggur fljótlega fram frumvarp um rýni erlendra fjárfestinga í tengslum við þjóðaröryggi. Einnig er nú unnið að mati á áfallaþoli samfélagsins byggt á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um áfallaþol sem snúa að því að; 1. Tryggja samfellu í stjórnsýslu og opinberri lykilþjónustu. 2. Áfallaþol orkuaðgengis. 3. Geta til að takast á við ófyrirséða fólksflutninga. 4. Aukið áfallaþol matar- og vatnsaðfanga. 5. Geta til að meðhöndla fjölda slasaðra og heilbrigðisvá. 6. Áfallaþolið borgaralegt fjarskiptakerfi. 7. Áfallaþolið borgaralegt samgöngukerfi. Þetta mat er unnið í breiðu samráði um alla stjórnsýsluna undir stjórn dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra og í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið. Horfa þarf einnig til löggæsluáætlana, landhelgisgæsluáætlana, áætlana um styrkingu á landamærum, netöryggisstefnu, matvælastefnu og skýrslu um neyðarbirgðir. Því gefst á Alþingi sjaldgæft tækifæri til að ræða þjóðaröryggi, almannavarnir og varnar- og öryggismál á breiðum grunni. Það er mikilvægt að þingmenn nýti þetta tækifæri vel og í öllum nefndum þar sem þessi mál koma til skoðunar verði horft á þessa tengingu og nefndirnar ræði jafnvel saman um einstaka þætti. Fæstir þættir sem hér eru undir eru pólitísk deilumál og gott tækifæri að vinna þvert á alla flokka. Heildstæð sýn á þjóðaröryggi, almannavarnir, varnar- og öryggismál með skýrri stefnu og góðu lagaumhverfi hefur sjaldan verið jafn mikilvæg og núna. Horfa þarf til allra þátta bæði er snýr að lagaumgjörðinni og stjórnsýslunni og rýnt hvar og hvernig málefnin tengjast og hvort þörf sé á endurskipulagningu og tilfærslu verkefna til að sem mestur slagkraftur náist þvert á stofnanir, samtök, skóla og ráðuneyti. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun