Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Klám Börn og uppeldi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun