Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar 19. nóvember 2025 10:02 Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun