Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar 17. nóvember 2025 12:32 Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Alþingi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun