Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun