Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar 17. nóvember 2025 08:32 Mikill munur er á námsárangri milli sveitarfélaga og landsvæða á Íslandi, en um hann er lítið rætt. Þrátt fyrir að fáar samræmdar upplýsingar séu til, benda þær sem til eru til þess að sumir foreldrar fá miklu meira fyrir skattana en aðrir. Einnig ber að hafa í huga að menntamál eru oftast langútgjaldafrekasti kostnaðarliður sveitarfélaga. Skv. UNESCO og Alþjóðabankanumskilar hvert skólaár 9% hærri árstekjum og mun hærri ævitekjum, hér er því líka um grjóthart efnahagsmál að ræða. Foreldrar eiga að geta gert ráð fyrir því að börn í 10 ára skyldunámi fái sömu þjónustu hvar sem þau búa — en er það raunverulega svo? Skoðum það sem sjaldan er rætt um, skv. OECD (20 stig í PISA jafngilda ~1 skólaári): Munur á milli svæða/sveitarfélaga er um 1,5 skólaári. Barn A fær 1,5 ári ,,meira“ nám en barn B. Á tímabilinu 2009–2018 hafa sum svæði/sveitarfélög ,,tapað“ u.þ.b. 1,5 skólaári. Á tímabilinu 2018–2022 ,,töpuðust“ 2 ár til viðbótar um land allt. Þetta þýðir að mörg íslensk börn fá ekki þá 10 ára grunnmenntun sem um aldamótin var talin sjálfsögð, heldur mun ,,færri“ skólaár, lægri árs- og ævitekjur. Það sem gerir þetta enn alvarlegra: Foreldrum er haldið í myrkrinu, fá ekki upplýsingar um þessa stöðu og geta því ekki gagnrýnt stöðuna. Jafnræði milli barna skortir tilfinnanlega. Á einum stað færðu flotta þakíbúð þar sem vandað er til verka, gæða innréttingar og gólfefni en á öðrum stað er það lítil, köld, hriplek og mygluð kjallaraíbúð sem er í boði fyrir sama verð/skatta. Því er þá stundum haldið fram að, þó að námsárangur sé í voða, séum við þó sterk í skapandi hugsun og félagsfærni eftir 10 ára skyldunám. Skoðum það: 1. Tæp 30% nemenda voru ekki með grunnfærni í skapandi hugsun 2022, langt undir meðaltali OECD. 2. Í skýrslu UNICEF (2020) segir að 15 ára unglingar á Íslandi höfðu minnstu félagsfærni OECD landa í Evrópu og áttu 30% þeirra erfitt með að eignast vini. Þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur sem fela í sér heildstæðar umbætur í menntamálum, margar þeirra hafa nú þegar sannað gildi sitt hérlendis. Tillögur sem auka námsárangur, bæta líðan, þjálfa félagsfærni, lækka kostnað og hækka árs- og ævitekjur nemenda. Ætla má að Sjálfstæðisflokkurinn, í langflestum sveitarfélögum, um land allt muni byggja sína menntastefnu á sambærilegum tillögum. Skiptir menntakerfið þig máli? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mikill munur er á námsárangri milli sveitarfélaga og landsvæða á Íslandi, en um hann er lítið rætt. Þrátt fyrir að fáar samræmdar upplýsingar séu til, benda þær sem til eru til þess að sumir foreldrar fá miklu meira fyrir skattana en aðrir. Einnig ber að hafa í huga að menntamál eru oftast langútgjaldafrekasti kostnaðarliður sveitarfélaga. Skv. UNESCO og Alþjóðabankanumskilar hvert skólaár 9% hærri árstekjum og mun hærri ævitekjum, hér er því líka um grjóthart efnahagsmál að ræða. Foreldrar eiga að geta gert ráð fyrir því að börn í 10 ára skyldunámi fái sömu þjónustu hvar sem þau búa — en er það raunverulega svo? Skoðum það sem sjaldan er rætt um, skv. OECD (20 stig í PISA jafngilda ~1 skólaári): Munur á milli svæða/sveitarfélaga er um 1,5 skólaári. Barn A fær 1,5 ári ,,meira“ nám en barn B. Á tímabilinu 2009–2018 hafa sum svæði/sveitarfélög ,,tapað“ u.þ.b. 1,5 skólaári. Á tímabilinu 2018–2022 ,,töpuðust“ 2 ár til viðbótar um land allt. Þetta þýðir að mörg íslensk börn fá ekki þá 10 ára grunnmenntun sem um aldamótin var talin sjálfsögð, heldur mun ,,færri“ skólaár, lægri árs- og ævitekjur. Það sem gerir þetta enn alvarlegra: Foreldrum er haldið í myrkrinu, fá ekki upplýsingar um þessa stöðu og geta því ekki gagnrýnt stöðuna. Jafnræði milli barna skortir tilfinnanlega. Á einum stað færðu flotta þakíbúð þar sem vandað er til verka, gæða innréttingar og gólfefni en á öðrum stað er það lítil, köld, hriplek og mygluð kjallaraíbúð sem er í boði fyrir sama verð/skatta. Því er þá stundum haldið fram að, þó að námsárangur sé í voða, séum við þó sterk í skapandi hugsun og félagsfærni eftir 10 ára skyldunám. Skoðum það: 1. Tæp 30% nemenda voru ekki með grunnfærni í skapandi hugsun 2022, langt undir meðaltali OECD. 2. Í skýrslu UNICEF (2020) segir að 15 ára unglingar á Íslandi höfðu minnstu félagsfærni OECD landa í Evrópu og áttu 30% þeirra erfitt með að eignast vini. Þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur sem fela í sér heildstæðar umbætur í menntamálum, margar þeirra hafa nú þegar sannað gildi sitt hérlendis. Tillögur sem auka námsárangur, bæta líðan, þjálfa félagsfærni, lækka kostnað og hækka árs- og ævitekjur nemenda. Ætla má að Sjálfstæðisflokkurinn, í langflestum sveitarfélögum, um land allt muni byggja sína menntastefnu á sambærilegum tillögum. Skiptir menntakerfið þig máli? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar