Skoðun

Takk!

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Síðustu daga hafa björgunarsveitir landsins sent Neyðarkall til landsmanna. Í ár var því neyðarkalli svo sannarlega svarað og svarað hátt og skýrt.

Það er ekki hægt annað en að fyllast auðmýkt yfir þeim viðtökum sem félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg hlutu hjá landsmönnum þegar þeir buðu til sölu Neyðarkall 2025.

Víðast hvar seldist hann upp og ljóst að landsmenn tóku höndum saman að kveða niður neikvæða umræðu um útlit hans og húðlit með því að fjölmenna á sölustaði.

Í ár minntumst við góðs félaga, Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarsonar sem lét lífið í sviplegu slysi fyrir um ári síðan, við æfingar í straumvatnsbjörgun.

Okkur þykir afar vænt um að landsmenn hafi svarað kalli okkar jafn skýrt og raun bar vitni og þar með heiðrað minningu góðs félaga, félaga sem brann fyrir starfið, að koma til aðstoðar þeim sem þurftu aðstoðar við án þess að spyrja nokkurra spurninga.

Í anda þess viljum við starfa. Á ögurstundu geta landsmenn treyst á björgunarsveitirnar sínar líkt og við treystum á ykkur kæru landsmenn við að fjármagna þetta mikilvæga starf.

Án ykkar værum við ekki til, en við erum til fyrir ykkur.

Takk.

Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.




Skoðun

Skoðun

Takk!

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Sjá meira


×