Sanngjarn heimasigur Siggeir Ævarsson skrifar 8. nóvember 2025 19:33 Pedro Neto fagnar marki sínu í kvöld Vísir/Getty Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með lánlaust lið Wolves þegar Úlfarnir heimsóttu Lundúnir í kvöld. Gestirnir eru án sigurs og án knattspyrnustjóra og ljóst að verkefni kvöldsins yrði af stærri gerðinni. Þeir gerðu vel að verjast í fyrri hálfleik og markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Flóðgáttirnar brustu á 51. mínútu þegar Malo Gusto skoraði og Joao Pedro og Pedro Netro bættu svo við sínu markinu hvor. Úlfarnir áttu aðeins þrjár marktilraunir í kvöld og enga þeirra á rammann. Wolves eru því áfram án sigurs á botni deildarinnar en Chelsea fer upp í annað sæti, í bili í það minnsta, sex stigum á eftir toppliði Arsenal. Enski boltinn
Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með lánlaust lið Wolves þegar Úlfarnir heimsóttu Lundúnir í kvöld. Gestirnir eru án sigurs og án knattspyrnustjóra og ljóst að verkefni kvöldsins yrði af stærri gerðinni. Þeir gerðu vel að verjast í fyrri hálfleik og markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Flóðgáttirnar brustu á 51. mínútu þegar Malo Gusto skoraði og Joao Pedro og Pedro Netro bættu svo við sínu markinu hvor. Úlfarnir áttu aðeins þrjár marktilraunir í kvöld og enga þeirra á rammann. Wolves eru því áfram án sigurs á botni deildarinnar en Chelsea fer upp í annað sæti, í bili í það minnsta, sex stigum á eftir toppliði Arsenal.