Enski boltinn

Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland hefur farið hamförum það sem af er leiktíð, eins og reyndar síðustu ár. Er hægt að taka bandið af honum í Fantasy?
Erling Haaland hefur farið hamförum það sem af er leiktíð, eins og reyndar síðustu ár. Er hægt að taka bandið af honum í Fantasy? Getty/Visionhaus

Það er stór ákvörðun að taka fyrirliðabandið af norska framherjanum Erling Braut Haaland í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar enda hefur hann verið að raða inn mörkum á þessu tímabili. Mótherji helgarinnar fær þó Albert Þór Guðmundsson í Fantasýn-hlaðvarpinu til að íhuga það.

Haaland mætir þar Englandsmeisturum Liverpool sem hafa verið að rétta úr kútnum í síðustu leikjum og þá sérstaklega þegar kemur að varnarleiknum.

Skítið út af Liverpool og City

„Þessi umferð er kannski skrítin út af Liverpool og City-leiknum. Við gætum viljað koma Liverpool-mönnunum inn eftir þessa umferð,“ sagði Albert Þór. Gestur hans í þættinum var Liverpool-stuðningsmaðurinn Ágúst Þór Ágústsson.

„Ég þrauka þá í eina viku í viðbót,“ sagði Ágúst.

„Við erum ekkert að mæla með því að losa Haaland en City er að detta inn í leik á móti Liverpool og svo á móti Newcastle úti,“ sagði Albert.

„Ef við kíkjum á fyrirliðaval fyrir næstu umferð þá er það allt í einu orðin ákvörðun. Haaland er ekki ‚auto-captain' á móti Liverpool, en ég myndi ekkert endilega tala fólki af því heldur. Hann er bara alltaf líklegur,“ sagði Albert.

Ágúst Þór velti því fyrir sér hvort það væri munur á því hvað Haaland væri að gera á móti Liverpool á Ethiad eða Anfield þar sem hann skorar aldrei.

7-9-13

„Ég þarf að kynna mér tölfræðina hans á móti Liverpool á Etihad. Hann skorar aldrei á Anfield, 7-9-13, en hann er örugglega búinn að lauma inn nokkrum mörkum á Liverpool á Etihad,“ sagði Ágúst.

Albert er að velta því fyrir sér að taka fyrirliðabandið af Haaland og setja það á Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace.

„Ég horfi á liðið mitt og horfi á Haaland. Við hliðina á honum er Mateta sem er heima á móti Brighton,“ sagði Albert.

Það er betra að vera með Sýn þegar þú spilar Fantasy Premier League. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi. Þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasta þáttinn má nálgast hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×