Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2025 11:00 Florian Wirtz er næstdýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. epa/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50. Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03