Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Viktor Gyökeres fagnar marki sínu gegn Burnley. getty/David Price Albert Ingason hreifst af frammistöðu Viktors Gyökeres fyrir Arsenal í sigrinum á Burnley á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason er ekki alveg jafn sannfærður um sænska framherjann. Arsenal sigraði Burnley, 0-2, á Turf Moor. Gyökeres skoraði fyrra mark gestanna frá Lundúnum. „Hann er búinn að spila rosalega mikið. Það er búið að reyna að koma honum í gang. Á móti Olympiacos spilaði hann allar níutíu mínúturnar. Hann er varla tekinn af velli. Hann var hvíldur í deildabikarnum og hafði gott af þeirri hvíld,“ sagði Albert í Sunnudagsmessunni. Klippa: Messan - umræða um Gyökeres „Hann skoraði fyrsta markið í þessum leik, lagði upp þetta færi sem við sýndum hjá Saka. Hann á líka stóran hlut í þessu marki hjá Rice. Hann á í raun að vera með mark og tvær stoðsendingar í þessum leik.“ Meðan Albert flutti lofræðuna um Gyökeres sá hann Kjartan Henry glotta. „Þetta er alveg rétt. Hann hefur spilað margar mínútur en það er einn fjórði búinn af mótinu. Fyrir mót hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ spurði Kjartan Henry Albert. „Ég skal viðurkenna það að þetta breytist svo rosalega mikið þegar liðið er á toppnum og allt er að smella. Þá er maður ekkert að spá í þessu. Þá gengur bara vel og liðið tapar ekki leikjum. Ef Arsenal væri í 5. sæti, hefði tapað nokkrum leikjum og Gyökeres væri að klúðra færum eða slakur, væri maður trylltur. Þá myndi maður horfa allt öðruvísi á hans frammistöðu. En þetta er að virka,“ sagði Albert. Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann. 2. nóvember 2025 07:31 Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Turf Moor. 1. nóvember 2025 16:54 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Arsenal sigraði Burnley, 0-2, á Turf Moor. Gyökeres skoraði fyrra mark gestanna frá Lundúnum. „Hann er búinn að spila rosalega mikið. Það er búið að reyna að koma honum í gang. Á móti Olympiacos spilaði hann allar níutíu mínúturnar. Hann er varla tekinn af velli. Hann var hvíldur í deildabikarnum og hafði gott af þeirri hvíld,“ sagði Albert í Sunnudagsmessunni. Klippa: Messan - umræða um Gyökeres „Hann skoraði fyrsta markið í þessum leik, lagði upp þetta færi sem við sýndum hjá Saka. Hann á líka stóran hlut í þessu marki hjá Rice. Hann á í raun að vera með mark og tvær stoðsendingar í þessum leik.“ Meðan Albert flutti lofræðuna um Gyökeres sá hann Kjartan Henry glotta. „Þetta er alveg rétt. Hann hefur spilað margar mínútur en það er einn fjórði búinn af mótinu. Fyrir mót hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ spurði Kjartan Henry Albert. „Ég skal viðurkenna það að þetta breytist svo rosalega mikið þegar liðið er á toppnum og allt er að smella. Þá er maður ekkert að spá í þessu. Þá gengur bara vel og liðið tapar ekki leikjum. Ef Arsenal væri í 5. sæti, hefði tapað nokkrum leikjum og Gyökeres væri að klúðra færum eða slakur, væri maður trylltur. Þá myndi maður horfa allt öðruvísi á hans frammistöðu. En þetta er að virka,“ sagði Albert. Arsenal er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann. 2. nóvember 2025 07:31 Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Turf Moor. 1. nóvember 2025 16:54 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00
Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir en liðið hefur unnið fimm leiki í röð og aðeins fengið á sig þrjú mörk. En það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt færi allan október sem rataði á rammann. 2. nóvember 2025 07:31
Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sótti þrjú stig á Turf Moor. 1. nóvember 2025 16:54