„Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Erika Nótt nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og segir það eiga eftir að leiða af sér margfalt meiri tekjur. vísir / lýður valberg Hnefaleikakonan Erika Nótt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar sínir þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Box Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Sjá meira
Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Sjá meira