Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 10:26 Alexander Isak hefur ekki byrjað vel með Liverpool og á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Harry Langer Liverpool-stuðningsmenn fengu góðar fréttir í aðdraganda stórleiksins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sænski framherjinn rándýri Alexander Isak hefur verið frá vegna nárameiðsla undanfarnar vikur en á föstudaginn æfði hann með restinni af Liverpool-liðinu. Knattspyrnustjórinn Arne Slot staðfesti þetta á blaðamannafundi en leikurinn við City er á útivelli. „Nú er kominn tími til að sjá hvar hann stendur. Þriggja vikna endurhæfing kemur þér ekki aftur á það stig sem þú varst á fyrir meiðslin. Jafnvel þótt teymið okkar hafi staðið sig frábærlega er ekki hægt að bera saman endurhæfingu og að spila fótbolta og æfa með liðinu,“ sagði Slot. Því næst biðlaði hollenski knattspyrnustjórinn til fjölmiðla um að hafa þetta í huga í umfjöllun sinni um Isak. „Ég verð að segja það aftur: Gefið honum smá tíma.“ Isak var skipt af velli í hálfleik í 5-1 sigri Liverpool á Eintracht Frankfurt þann 22. október. Í kjölfarið kom í ljós að Svíinn glímdi við nárameiðsli. Hinn 26 ára gamli leikmaður var keyptur frá Newcastle í sumar og er talið að kaupverðið hafi numið meira en tuttugu milljörðum króna. Isak á hins vegar enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir nýja liðið sitt. Liverpool vonast líka til þess að gengið haldi áfram að batna gegn Manchester City á sunnudag. Eftir erfitt tímabil hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína gegn Aston Villa og Real Madrid. 🟥 Arne Slot on Isak's Return🗣️ "He will train for the first time today with the team again after being 3 weeks out. I know that I said 3 weeks ago his preseason has ended and now it's time for us to see where he is. But I have to say, give him some time." pic.twitter.com/pWrQReJj2Q— AnfieldIndex (@AnfieldIndex) November 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Sænski framherjinn rándýri Alexander Isak hefur verið frá vegna nárameiðsla undanfarnar vikur en á föstudaginn æfði hann með restinni af Liverpool-liðinu. Knattspyrnustjórinn Arne Slot staðfesti þetta á blaðamannafundi en leikurinn við City er á útivelli. „Nú er kominn tími til að sjá hvar hann stendur. Þriggja vikna endurhæfing kemur þér ekki aftur á það stig sem þú varst á fyrir meiðslin. Jafnvel þótt teymið okkar hafi staðið sig frábærlega er ekki hægt að bera saman endurhæfingu og að spila fótbolta og æfa með liðinu,“ sagði Slot. Því næst biðlaði hollenski knattspyrnustjórinn til fjölmiðla um að hafa þetta í huga í umfjöllun sinni um Isak. „Ég verð að segja það aftur: Gefið honum smá tíma.“ Isak var skipt af velli í hálfleik í 5-1 sigri Liverpool á Eintracht Frankfurt þann 22. október. Í kjölfarið kom í ljós að Svíinn glímdi við nárameiðsli. Hinn 26 ára gamli leikmaður var keyptur frá Newcastle í sumar og er talið að kaupverðið hafi numið meira en tuttugu milljörðum króna. Isak á hins vegar enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir nýja liðið sitt. Liverpool vonast líka til þess að gengið haldi áfram að batna gegn Manchester City á sunnudag. Eftir erfitt tímabil hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína gegn Aston Villa og Real Madrid. 🟥 Arne Slot on Isak's Return🗣️ "He will train for the first time today with the team again after being 3 weeks out. I know that I said 3 weeks ago his preseason has ended and now it's time for us to see where he is. But I have to say, give him some time." pic.twitter.com/pWrQReJj2Q— AnfieldIndex (@AnfieldIndex) November 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira