Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar