Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun