Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2025 13:30 Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. Dómsmálaráðherra birti nýlega drög að frumvarpi um svokallaða „brottfararstöð“, sem forveri hennar kallaði „lokað búsetuúrræði“ en í raun eru þetta lokaðar varðhaldsbúðir með öllum helstu einkennum fangelsis. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að loka börn á flótta inni með fjölskyldum sínum. Frelsissvipting ein og sér hefur skaðleg áhrif á velferð og þroska barna. Þær aðstæður sem stjórnvöld teikna upp í þessum nýju drögum eru harðneskjulegar og í grundvallaratriðum fjandsamlegar börnum. Aðstæður ekki hannaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi Allur lagarammi lokuðu varðhaldsbúðanna byggir á lögum um fullnustu refsinga, sem kveða á um aðstæður í fangelsum landsins. Fangaverðir verða ráðnir til starfa, heimilt verður að gera eignir upptækar og læsa fólk inni í herbergjum sínum. Það er alveg ljóst að aðstæður barna hafa komið til skoðunar á lokametrunum, með einstökum undanþágum fremur en heildstæðri barnvænni sýn. Við upphaf vistunar á að afhenda einstaklingum upplýsingar um reglur og réttindi þeirra, á tungumáli sem viðkomandi skilur. En það er ekkert fjallað um hvernig haga eigi upplýsingagjöf til barna, á formi sem hæfir aldri og þroska þeirra. Þá er áberandi að réttur barna til útiveru og frístunda er aðeins tryggður „eftir því sem aðstæður leyfa“. Í ljósi þess að stjórnvöld ætla að byggja upp nýtt úrræði frá grunni þá segir sína sögu að ekki sé stefnt á að tryggja þessi grundvallarréttindi meðan á varðhaldinu stendur. Börn læst inni og aðskilin frá fjölskyldum sínum Lögreglustjóra verður heimilt að læsa herbergjum að næturlagi eða í öryggisskyni, en ekki er skilgreint frekar hvaða „sérstöku ástæður“ geti réttlætt slíkt. Það verður því matsatriði hvers og eins hvort læsa eigi börn með fjölskyldum sínum inni í klefa. Enn alvarlegra er að heimilt verður að aðskilja börn frá foreldrum sínum, annars vegar til að vernda þau fyrir háttsemi annarra vistmanna og hins vegar þegar tryggja þarf öryggi barnsins vegna sjálfskaðahegðunar. Þarna er ótti Barnaheilla staðfestur, því að ef slíkar aðstæður geta skapast, þá einfaldlega er þetta ekki og verður aldrei öruggt eða viðeigandi umhverfi fyrir börn. Ef andleg líðan barns er svo slæm að það beiti sjálfskaða, þá á það heima í heilbrigðiskerfinu, ekki í lokuðu varðhaldi. Enda eiga börn aldrei heima í lokuðum varðhaldsbúðum. Þvingunum beitt án eftirlits Frumvarpið veitir víðtækar heimildir til þvingana, þar á meðal gagnvart börnum „teljist það nauðsynlegt til að ná lögmætum markmiðum“. Það má jafnvel beita barn valdi til verndar eignum, án þess að kveðið sé á um eftirlit eða málsmeðferð að lokinni valdbeitingu. Í öðrum lögum eins og barnaverndarlögum eða lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks eru slíkar aðgerðir sérstaklega skráðar og réttmæti þeirra metið af sérfræðingum. Í lokuðum varðhaldsbúðum er enginn slíkur varnagli. Þetta setur börn á flótta í veikari stöðu en nokkru sinni fyrr, þar sem ólögmæt beiting nauðungar getur orðið án afleiðinga. Mannúðlegri og ódýrari lausnir eru í boði Barnasáttmálinn er skýr og kveður á um að frelsissviptingu barna skuli aðeins beita sem síðasta úrræði og í stysta mögulega tíma. Ráðuneytið lýsir því hvernig þetta nýja úrræði verði vægara en núverandi framkvæmd, þar sem börn eru sett í fóstur á meðan foreldrar eru í gæsluvarðhaldi. Engin merki eru í frumvarpsdrögunum um að ráðuneytið hafi skoðað aðrar vægari leiðir en lokaðar varðhaldsbúðir sem lausn á því vandamáli. Lausnin er ekki sú að setja börn í gæsluvarðhald með foreldrum sínum. Lausnin er að bjóða upp á vægari úrræði við þvingaða brottvísun barnafjölskyldna, eins og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ótal mannúðarsamtök hafa bent á. Þær leiðir þurfa hvorki að vera dýrar né flóknar, þær geta einfaldlega falist í því að fjölskyldum sé komið fyrir í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda þar sem þær fá þá þjónustu og nauðsynlegan stuðning sem er börnunum fyrir bestu. Ríkisstjórnin þarf ekki að hneppa börn í varðhald fyrir engar sakir. Hún þarf bara að velja að gera það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tótla I. Sæmundsdóttir Réttindi barna Fangelsismál Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. Dómsmálaráðherra birti nýlega drög að frumvarpi um svokallaða „brottfararstöð“, sem forveri hennar kallaði „lokað búsetuúrræði“ en í raun eru þetta lokaðar varðhaldsbúðir með öllum helstu einkennum fangelsis. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að loka börn á flótta inni með fjölskyldum sínum. Frelsissvipting ein og sér hefur skaðleg áhrif á velferð og þroska barna. Þær aðstæður sem stjórnvöld teikna upp í þessum nýju drögum eru harðneskjulegar og í grundvallaratriðum fjandsamlegar börnum. Aðstæður ekki hannaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi Allur lagarammi lokuðu varðhaldsbúðanna byggir á lögum um fullnustu refsinga, sem kveða á um aðstæður í fangelsum landsins. Fangaverðir verða ráðnir til starfa, heimilt verður að gera eignir upptækar og læsa fólk inni í herbergjum sínum. Það er alveg ljóst að aðstæður barna hafa komið til skoðunar á lokametrunum, með einstökum undanþágum fremur en heildstæðri barnvænni sýn. Við upphaf vistunar á að afhenda einstaklingum upplýsingar um reglur og réttindi þeirra, á tungumáli sem viðkomandi skilur. En það er ekkert fjallað um hvernig haga eigi upplýsingagjöf til barna, á formi sem hæfir aldri og þroska þeirra. Þá er áberandi að réttur barna til útiveru og frístunda er aðeins tryggður „eftir því sem aðstæður leyfa“. Í ljósi þess að stjórnvöld ætla að byggja upp nýtt úrræði frá grunni þá segir sína sögu að ekki sé stefnt á að tryggja þessi grundvallarréttindi meðan á varðhaldinu stendur. Börn læst inni og aðskilin frá fjölskyldum sínum Lögreglustjóra verður heimilt að læsa herbergjum að næturlagi eða í öryggisskyni, en ekki er skilgreint frekar hvaða „sérstöku ástæður“ geti réttlætt slíkt. Það verður því matsatriði hvers og eins hvort læsa eigi börn með fjölskyldum sínum inni í klefa. Enn alvarlegra er að heimilt verður að aðskilja börn frá foreldrum sínum, annars vegar til að vernda þau fyrir háttsemi annarra vistmanna og hins vegar þegar tryggja þarf öryggi barnsins vegna sjálfskaðahegðunar. Þarna er ótti Barnaheilla staðfestur, því að ef slíkar aðstæður geta skapast, þá einfaldlega er þetta ekki og verður aldrei öruggt eða viðeigandi umhverfi fyrir börn. Ef andleg líðan barns er svo slæm að það beiti sjálfskaða, þá á það heima í heilbrigðiskerfinu, ekki í lokuðu varðhaldi. Enda eiga börn aldrei heima í lokuðum varðhaldsbúðum. Þvingunum beitt án eftirlits Frumvarpið veitir víðtækar heimildir til þvingana, þar á meðal gagnvart börnum „teljist það nauðsynlegt til að ná lögmætum markmiðum“. Það má jafnvel beita barn valdi til verndar eignum, án þess að kveðið sé á um eftirlit eða málsmeðferð að lokinni valdbeitingu. Í öðrum lögum eins og barnaverndarlögum eða lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks eru slíkar aðgerðir sérstaklega skráðar og réttmæti þeirra metið af sérfræðingum. Í lokuðum varðhaldsbúðum er enginn slíkur varnagli. Þetta setur börn á flótta í veikari stöðu en nokkru sinni fyrr, þar sem ólögmæt beiting nauðungar getur orðið án afleiðinga. Mannúðlegri og ódýrari lausnir eru í boði Barnasáttmálinn er skýr og kveður á um að frelsissviptingu barna skuli aðeins beita sem síðasta úrræði og í stysta mögulega tíma. Ráðuneytið lýsir því hvernig þetta nýja úrræði verði vægara en núverandi framkvæmd, þar sem börn eru sett í fóstur á meðan foreldrar eru í gæsluvarðhaldi. Engin merki eru í frumvarpsdrögunum um að ráðuneytið hafi skoðað aðrar vægari leiðir en lokaðar varðhaldsbúðir sem lausn á því vandamáli. Lausnin er ekki sú að setja börn í gæsluvarðhald með foreldrum sínum. Lausnin er að bjóða upp á vægari úrræði við þvingaða brottvísun barnafjölskyldna, eins og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ótal mannúðarsamtök hafa bent á. Þær leiðir þurfa hvorki að vera dýrar né flóknar, þær geta einfaldlega falist í því að fjölskyldum sé komið fyrir í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda þar sem þær fá þá þjónustu og nauðsynlegan stuðning sem er börnunum fyrir bestu. Ríkisstjórnin þarf ekki að hneppa börn í varðhald fyrir engar sakir. Hún þarf bara að velja að gera það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun