Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar 18. október 2025 15:01 Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Flugrekstur á Íslandi er krefjandi en saga síðustu ára sýnir það svart á hvítu. Fjöldi íslenskra flugfélaga hefur farið í þrot, nú síðast Play. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru samtals þrjú flugfélög sem skipta höfuðmáli – Norwegian, SAS og Finnair – og hefur ýmislegt gengið á í rekstri þeirra á undanförnum árum. Hér á Íslandi er reksturinn enn erfiðari. Við erum fámenn þjóð og miklu minni markaður, veðurfar er ófyrirsjáanlegra og eldgos eru tíð. Það er því ekki sjálfgefið að hér starfi alþjóðlegt farþegaflugfélag. Á sama tíma erum við sem eyþjóð miklu háðari öflugum flugsamgöngum og eigum allt undir því að tengja Ísland við umheiminn. Við Íslendingar verðum því að vinna saman að því að skapa rekstrarhæft umhverfi fyrir íslensk flugfélög – ekki öfugt. Verkfall flugumferðarstjóra sem nú er boðað beinist fyrst og fremst að Icelandair, en afleiðingarnar munu ná langt út fyrir okkar fyrirtæki. Síðasta vinnustöðvun flugumferðarstjóra árið 2023 kostaði Icelandair um 700 milljónir króna og olli verulegu raski fyrir farþega, íslenska ferðaþjónustu og útflutning. Enginn þessara aðila var hluti af deilunni en þeir báru kostnaðinn. Við bætist að krónan er gríðarlega sterk um þessar mundir, sem gerir rekstur íslenskra flugfélaga, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina enn erfiðari. Flugfélög eru „verðtakar“ í flestum stærstu kostnaðarliðum – eldsneyti, lendingar- og flugleiðsögugjöldum og kaupum á flugvélum – og er allur þessi kostnaður ákvarðaður á alþjóðlegum mörkuðum. Um þessar mundir leggjum við hjá Icelandair höfuðáherslu á hagræðingu í rekstri og höfum þegar gripið til fjölmargra aðgerða í þeim kostnaðarliðum sem við höfum stjórn á. Ef við viljum tryggja framtíð íslensks flugrekstrar, verðum við að styrkja rekstrargrundvöllinn, ekki veikja hann. Verkfallið sem hefst væntanlega á morgun mun enn og aftur valda truflunum á leiðakerfi Icelandair og þar með raska ferðum okkar farþega sem og áætlunum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og útflutningsaðila. Tjónið lendir á þeim sem hafa enga aðkomu að deilunni. Það segir sig sjálft að slíkt er ekki boðlegt ár eftir ár. Það verður að leysa þessa deilu á skynsamlegum nótum en á sama tíma verða stjórnvöld og vinnumarkaðurinn að horfa til lengri tíma. Við verðum að koma okkur á sama stað og hin Norðurlöndin þar sem svigrúm til launahækkana byggir á stöðu útflutningsgreinanna og verkföll verða ekki boðuð ef kröfur eru fyrir utan þann ramma. Það gengur ekki lengur að fámennir hópar geti lokað landinu með launakröfum sem grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa ekki undir. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun