Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 16. október 2025 07:02 Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun