VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2025 11:32 Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd. Kostir og gallar ólíkra kerfa Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og þeirri staðreynd að varasjóðurinn safnast upp á milli ára. Almennt hefur verið nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn innan VR, en gagnrýniraddirnar hafa líka verið háværar og hafa ýmislegt til síns máls. Þegar ég tók við formennsku í VR í lok síðasta árs einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram og stóð fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs félagsins. Við ræddum ólíkar hugmyndir, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Á þessum fundum komu fram afar ólík sjónarmið og það var ekki nein ein útfærsla sem öllum þótti ásættanleg. Við slíkar aðstæður er hægt að velja að aðhafast ekkert, eða gera hitt sem kann að vera lýðræðislegra, og það er að bjóða félagsfólki að eiga síðasta orðið. Þau sem kjósa ráða! Að undirlagi stjórnar VR stendur nú yfir atkvæðagreiðsla í félaginu milli núgildandi varasjóðskerfis og styrkjakerfis sem er líkara kerfum annarra stéttarfélaga. Kerfin eru svipuð að fjárhagslegu umfangi fyrir félagið en eru ólík gagnvart félagsfólki. VR hefur tekið saman ítarlegt upplýsingaefni sem má nálgast inni á vefsvæði kosningarinnar. Félagsfólk getur því farið yfir kosti og galla beggja kerfa og myndað sér skoðun. Ég hvet allt félagsfólk til að nýta atkvæðisrétt sinn, enda er það svo að þau sem kjósa ráða niðurstöðunni! Atkvæðagreiðslan er rafræn og því tekur aðeins örstutta stund að greiða atkvæði, það er að segja fyrir þau sem hafa g ert upp hug sinn. Kynntu þér málið á www.vr.is! Höfundur er formaður VR.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun